Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingar, segist hafa fengið áfall þegar áttaði sig á samhengi mótmæla konu nokkurrar við Langholtsvegi.
Konan er sögð berjast fyrir rétti sínum að fá að smita aðra af COVID. Sabine segist ekki hafa húmor yfir þessu eftir að hún missti ættingja sinn af völdum COVID.
Þetta segir hún innan Facebook-hóps íbúa hverfisins. „Það var smá sjokk að sjá manneskju við horni Langholtsveg /Holtaveg með alls konar mótmælaskilti að berjast fyrir sinn rétt að smita aðra með Covid19. Venjulega finnst mér ótrúlega gaman að taka alls konar samtöl en sem manneskja sem hefur misst ættingja úr þessu sjúkdómi vissi ég betur, vissi að ég væri of reið í svona hálfvitaskap til að taka það samtal,“ segir Sabine.
Hún hvetur aðra íbúa til að heiðra ekki þessa framkomu. „Og það er kannski fyrir bestu – hvet ykkur að heiðra svona ekki við ykkar tíma. Treysti svo á okkar skólakerfi og ykkur sem foreldrar að börnin séu nógu upplýst til að láta slíkt ekki trufla sér.“