• Orðrómur

Sædís ansi svekkt á Vík í Mýrdal: „Er það ekki dálítið vel í lagt fyrir þetta?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sædís nokkur er athugull neytandi og fannst henni svínað á sér í gær þegar hún heimsótti veitingastaðinn Ice Cave Bistro í Vík í Mýrdal. Þar pantaði hún sér hamborgara með frönskum kartöflum og var hún hvorki ánægð með réttinn né verðlagið.

Sædís fjallar um upplifun sína í fjölmennum hópi matarunnenda á Facebook, Matartips!. Þar birtir hún jafnframt mynd af matnum sem hún fékk:

„2490 krónur er það ekki dálítið vel í lagt fyrir þetta?“

Þessa mynd birti Sædís af matnum sem hún fékk.

- Auglýsing -

Fjölmargir matarunnendur furða sig á framsetningu réttarins og flestir þeirra telja diskinn ekki þessarar upphæðar virði. Arndís á ekki til orð yfir lýsingunni. „Ha??? Neiii hættu hvar er þetta ætla ekki að lenda í þessu,“ segir Arndís. Og það á Arnór ekki heldur. „Þessi mynd rændi mig sálinni.“

Ásgeir biður fólk um að skoða sem flestar hliðar máls áður en ályktun er dregin. „Réði staðurinn við traffíkina sem var í dag? Eða voru 2000 manns að ferðast í gegnum pínulítið eldhús yfir daginn? Þessir litlu staðir úti á landi eru flestir að gera það sem þeir geta til að ynna flakkandi Íslendingum,“ bendir Ásgeir á.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -