• Orðrómur

Sævar lést í Noregi: „Óbærileg sorg og erfiðara en tárum taki að kveðja“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sævar Þór Hilmarsson verður jarðsunginn í dag frá Hafnarfjarðarkirkju en hann lést á heimili sínu í Noregi 14. október 2020, fimmtugur að aldri.

Sævar Þór var fæddur í Reykjavík 31. ágúst 1970. Hann ólst upp í foreldrahúsum Hafnarfirði til sjö ára aldurs en þá flutti fjölskyldan á Hvolsvöll. Þaðan lá leiðin aftur til Hafnarfjarðar.

Sævar varð stúdent frá Flensborg og stundaði hann síðar háskólanám bæði í Frakklandi og Noregi. Að loknu námi kenndi Sævar í grunnskólum hér á landi en flutti síðan til Noregs eftir hrun.

- Auglýsing -

Faðir Sævars kveður einstakan og ljúfan dreng í minningargrein í Morgunblaðinu. „Það vill gjarnan verða við leiðarlok að maður verður lágvær og langsótt getur verið í orðanna sjóð hvað draga skuli fram að lokum. Manni finnst það vera dálítið sérkennilegt að foreldrar skuli þurfa að standa í því ömurlega hlutverki að kveðja og jarðsyngja barnið sitt. Vonandi hefurðu fundið frið elsku fallegi sonur. Við elskum þig og hafðu þökk fyrir allt. Reynum að finna styrkinn saman og ylja okkur við allar þær frábæru minningar sem við eigum öll um einstakan og ljúfan dreng.“

Bróðir hans gerir slíkt hið sama. „Það er skrýtin tilfinning og erfitt að fylgja bróður sínum til grafar, en líka gott að geta komið honum til hvíldar í sumarlandinu sínu, þar sem honum líður örugglega vel núna. Eitt aðaleinkenni Sævars var að hann var alltaf svo blíður og góður við alla. Vinum sínum var hann traustur og góður vinur. Hann hafði einstakan og skemmtilegan húmor og fyndinn og það var svo gaman að vera með honum þegar hann var í góðum gír. Nú kveðjum við ástkæran bróður, vin, mág og frænda. Dreng með fallegt hjartalag sem fór allt of snemma en gaf öllum af sér sem kynntust honum. Minningin þín mun lifa, elsku Sævar okkar!“

Stjúpsystir Sævars segir stórt skarð höggvið hjá fjölskyldunni við andlát Sævars sem reynt verði að fylla með góðum minningum. „Alltaf var jafn gaman að hitta þig, þú varst einstakur gullmoli með góða nærveru, alltaf stutt í húmorinn og glensið. Það er óbærileg sorg og erfiðara en tárum taki að kveðja góðan vin eins og þig. Við fjölskyldan reynum eftir fremsta megni að rifja upp og ylja okkur með frábærum minningum um þig, elsku Sævar.“

- Auglýsing -

Sævar verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 13.

Mannlíf vottar aðstandendum samúð.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -