2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Safna milljón króna fyrir bjór

Bjórnördinn Hjörvar Óli Sigurðsson og kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Theódórsson safna nú fyrir gerð heimildarþátta um bjór á Íslandi á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Þættirnir heita einfaldlega Öl-æði, en þeir Hjörvar og Árni stefna að því að safna átta þúsund Evrum á Karolina Fund, eða tæplega milljón króna.

Hjörvar Óli segir í samtali við Mannlíf að þessi tæpa milljón fari í kostnað við tökur á þáttunum.

„Áætlunin er svo að þriðji aðili fjármagni eftirvinnslu og fái einhvern dreifingarrétt,“ segir hann, en óvíst er hvar þættirnir verða sýndir ef fjármögnun tekst á Karolina Fund.

„Það er ekkert staðfest eins og er,“ segir þessi sjálfskipaði bjórnörd mjög dulur og bætir við að viðræður séu hafnar við eina af stóru sjónvarpsstöðvunum.

AUGLÝSING


Í Öl-æði verður fjallað um sögu bjórs á Íslandi og öll brugghús landsins heimsótt, en þeim hefur heldur betur fjölgað síðasta áratuginn eða svo. Hjörvar Óli hefur gífurlegan áhuga á bjór, en segir að þættirnir eigi að ná bæði til þeirra sem vita ekkert um drykkinn en líka þeirra sem hafa brennandi áhuga á þeim fjölmörgu, mismunandi tegundum sem til eru af mjöð.

Hægt er að styrkja verkefnið inni á vefsíðu Karolina Fund en söfnuninni lýkur þann 5. maí næstkomandi. Þeir sem leggja sittt af mörkum geta tryggt sér ýmsa bjórtengda glaðninga, svo sem kvöldverð á Ölverk, kassa af íslenskum bjór og heimsókn í Bjórböðin á Árskógssandi.

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is