Saga hins fjarlæga draums um blæjubíl

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hvaðan kemur ástríða okkar fyrir blæjubílum?

MG-TC-Midget (tvær myndir má nota aðra hvora) – MG TC Midget var breski blæjubíllinn sem heillaði alla og varð kveikjan að blæjubíla æði Bandaríkjamanna.

Vindurinn leikur um hárið, sólin kyssir kinn og uppáhaldstónlistin hljómar í útvarpinu. Þetta er hinn ljúfi draumur bílstjóra blæjubílsins. Raunveruleikinn á Íslandi er því miður nær því að vera frostbit, kalsár, rennandi blautt áklæði og hlæjandi vegfarendur.
Þeir eru fáir blæjubílarnir á Íslandi en vekja ávallt mikla athygli þá sjaldan er nógu vel viðrar til að fara í bíltúr.
Fyrstu bílarnir frá aldamótunum 1900 voru í raun allir blæjubílar. Ekki í nútímaskilningi orðsins heldur vegna þess einfaldlega að þeir voru ekki með neitt þak. Í besta falli voru þeir með blæju sem hönnuð var eftir blæjum hestvagna.
Á þriðja áratug síðustu aldar hafði Henry Ford gjörbreytt bílaiðnaðinum með færibandaverksmiðjum sínum og bílar með stálgrind- og yfirbyggingu voru skyndilega fáanlegir á viðráðanlegu verði fyrir almenning.
Þar sem það rignir í meirihluta heimsins, í allrabesta falli svona við og við, þá urðu þeir fljótt ofan á. Sér í lagi í ljósi þess að þeir voru töluvert öruggari.

„Það þarf ekki að fara lengra en á hitting hjá Krúsera klúbbnum hér í Reykjavík til að sjá sýnishorn af því besta frá tímabilinu. Óhætt er að mæla með því að spóka sig um á góðviðris fimmtudags-kvöldum í miðbænum til að berja herlegheitin augum.“

Hraðinn í umferðinni jókst stöðugt með betri bílvélum og þar af leiðandi urðu árekstrar harðari. Þess vegna varð ofan á að hafa bíla yfirbyggða og í raun var svo komið á fjórða áratugnum að einu bílarnir með blæjur voru, rétt eins og í dag, dýrari sportbílar fyrir þá ríku.

- Auglýsing -

Hámark í fágun og glæsileika

Það voru helst Bretarnir sem héldu í hefðina, á meðan Ameríkanarnir vildu hafa þak yfir höfuðið. Þetta breyttist í síðari heimsstyrjöldinni þegar amerískir hermenn á frívakt kynntust smærri sport-blæjubílum á enskum sveitavegum.
MG Midget og Triumph Roadster voru þar í fararbroddi og má segja að út frá fagurfræðilegum hönnunarsjónarmiðum hafi bílaiðnaðurinn þar náð hámarki í fágun og glæsileika.
Eftirspurnin eftir slíkum bílum í iðnstórveldinu Bandaríkjunum jókst er hermennirnir snéru sigurreifir heim og í anda lögmála um framboð og eftirspurn fór maskínan á fullt að anna þessari eftirspurn.

T-bird – fimmti og sjötti áratugurinn voru gullöld blæjubílsins.

- Auglýsing -

Sjötti og sjöundi áratugurinn voru gullöld blæjubílsins í Ameríku og rafdrifnar blæjur, jafnvel úr harðri skel, rafdrifnar rúður, stereo-útvörp og ameríski draumurinn fylgdi hverju eintaki. Það þarf ekki að fara lengra en á hitting hjá Krúsera klúbbnum hér í Reykjavík til að sjá sýnishorn af því besta frá tímabilinu. Óhætt er að mæla með því að spóka sig um á fimmtudagskvöldum þegar vel viðrar í miðbænum til að berja herlegheitin augum.

Níundi áratugurinn markaði ákveðna lægð í flokki blæjubíla. Nær allir framleiðendur spreyttu sig á forminu með misjöfnum árangri. Flestir bjuggu til blæjuútgáfu af vinsælum týpum, að því er virðist bara af gamni sínu, en fáar útgáfur voru búnar til sérstaklega með hlisjón af bæjuinni.
Það er að tveimur bílum undanskildum. Annars vegar Jeep Wrangler, sem vissulega má deila um hvort sé í raun blæjubíll en vinsæll var hann svo sannarlega, og svo ókrýndur konungur flokksins, Mazda MX-5, hinsvegar.
Enn þann dag í dag skilur enginn, ekki einu sinni hönnuðurnir, af hverju MX-5 er svona frábær bíll. Hann hefur nær ekkert breyst. Kannski komið aux tengi og bakkmyndavél í stað kasettutækis, en hann er enn einn allra best heppnaði bíll sögunnar, bæði er kemur að persónuleika og aksturseiginleiku.

Á við aksturseiginleika skúringafötu

- Auglýsing -

Á tíunda áratugnum reyndi BMW sem mest fyrirtækið mátti að gera Z3 bíl sinn að einhverju sem almennt þótti töff, en mistókst einhverra hluta vegna (hér á landi má auðvitað kenna veðurfarinu um en frosin blæja og hrímaðir gluggar eru ekki heillandi eiginleikar).
Það sama á við um Audi TT. Ef til vill má um kenna að akstureiginleikar fyrstu útgáfu bílsins voru á við akstureiginleika skúringafötu. Enda sjást sárafáir slíkir á götunum hérlendis í dag, þrátt fyrir ágætis sölu til að byrja með. Skiptir þá engu stórbætt önnur kynslóð bílsins, skaðinn var skeður.

MX-5 – Mazda MX-5 er einn allra besti blæjubíll sem framleiddur hefur verið og vinsældir hans hafa lítið dvalað. Hann er einn af sárafáum blæjubílum sem sjást reglulega hér á landi.

Það má því segja að við séum enn í lægð, allsstaðar annarsstaðar en í Los Angeles. Það eru nefnilega bíómyndirnar sem gefa okkur þess fallegu mynd af blæjubílnum. Þessi mynd er því miður flopp í miðsölunni hérlendis og miðað við vorið í ár skal ekki búist við björgun hérlendis. Ekki nema á Húsavík, þar er ef til vill orðið nógu hlýtt.

Blæjubíllinn heldur því áfram að vera fallegur en um leið óraunhæfur draumur í okkar norðlæga veruleika.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Jóhann segir þetta ljótustu birtingarmynd nauðgunarmenningar

Fyrrum blaðamaður Stundarinnar og núverandi starfsmaður Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, þykir það „vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar, þegar...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -