Mánudagur 17. febrúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Sagan bak við myndina sem táraði þjóðina: „Hjúkrunarkonan brást svona við bænaraugum hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Svo falleg mynd að það er ekki hægt annað en að deila henni, hjúkrunarfræðingar eru svo ótrúlega mikilvæg og mögnuð stétt.“

Þetta skrifar Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, en hún er meðal þeirra mörg hundruð Íslendinga sem deildu myndinni sem sjá má hér fyrir ofan á Facebook. Fjöldi landsmanna segjast einfaldlega hafa fellt tár þegar það sá myndina. Á henni má sjá hjúkrunarfræðingin Þórhildi Þórisdóttur hlúa að Vali Guðberg áður en hann fer í aðgerð. Aðdraganda myndarinnar er lýst svo innan hópsins Vinna kvenna fyrr og nú. Myndir og frásagnir:

„Valur Guðberg er með Downs heilkenni. Hér er hann staddur á Landsspítala að fara í svæfingu vegna tannviðgerðar. Valur veit ekki hvers er von og er skelfingu lostinn. Lítur í augu hjúkrunarkonunnar og mætir hlýju, breiðir út fangið í leit að ró. Þau stilla saman hjartsláttinn. Leggst niður á bekkinn sáttur. Ljósmynd eftir Einar Guðberg Gunnarsson, faðir Vals. Þórhildur Þórisdóttir er hjúkrunarfræðingurinn með hlýja arminn og augun.“

Einar Guðberg segir í samtali við Mannlíf að sonur hans Valur sé „þriggja atkvæða strákur“ en það þýðir að hann geti átt erfitt með að skilja hvað sé að eiga sér stað hverju sinni. „Þegar svona hlutir gerast þá verður hann eitt spurningarmerki og skelfingulostinn. Hann vill bara komast út og því þarf alltaf að byggja upp ákveðið traust. Þarna var hann ekki alveg undirbúinn en hjúkrunarkonan brást svona við bænaraugum hans. Þessir krakkar eru svo einlægir, þau horfa ekki á muninn heldur augun. Þau lesa ótrúlegustu hluti þar, sem við skynjum ekki eða erum kannski ómeðvituð um,“ segir Einar.

Hann segir enn fremur að starf hjúkrunarfræðingsins sé ómetanlegt: „Hann gerir sér ekki grein fyrir því hvað sé að fara að gerast, hvort eigi að taka af honum aðra hendina eða hvað. Þegar hann mætir þessari hlýju og ró hjá hjúkrunarkonunni þá fyllist hann sjálfstrausti og skynjar að þetta sé nú í lagi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -