2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Sagði í skýrslutöku að Donald Trump þætti þetta í lagi

Maður sem káfaði tvisvar sinnum á brjóstum konu í flugvél Southwest Airlines sagði síðar í skýrslutöku að Donald Trump segði slíka hegðun í lagi. Samkvæmt frétt The Independent heitir maðurinn Bruce Alexander og er 49 ára að aldri. Hann var handtekinn eftir flug frá Texas til Nýju-Mexíkó fyrir að hafa kynferðislega áreitt konu sem sat fyrir framan hann í fluginu.

Konan sagði í skýrslutöku að hún hefði í fyrstu talið að maðurinn hefði káfað óvart á sér. En þegar maðurinn teygði sig fram og snerti hana í annað sinn óskaði hún eftir aðstoð flugþjóna. Konan fékk nýtt sæti í fluginu og maðurinn var handtekinn þegar flugvélin lenti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó.

Bruce Alexander reyndi í skýrslutöku að nota hegðun Bandaríkjaforseta sér til varnar. Hann mun hafa sagt að Donald Trump segði hegðun sem þessa í góðu lagi, þess vegna hefði honum sjálfum þótt þetta í lagi. Hann vísaði þá í upptöku sem náðist af Donald Trump árið 2005 þar sem ræddi við sjónvarpsmann NBC News, Billy Bush. Á upptökunni má heyra Trump tala um að hann kæmist um með hvað sem er vegna frægðarinnar, meðal annars að grípa í klof kvenna. Umrætt myndband má sjá fyrir neðan.

Konan sem varð fyrir kynferðislegri áreitni mannsins hefur höfðað mál gegn honum er fram kemur í frétt The Independent.

AUGLÝSING


Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is