Mánudagur 9. september, 2024
3.8 C
Reykjavik

Sala Kerecis færir Vestfirðingum stórgróða – Guðni framkvæmdastjóri fær 200 milljónir króna í arð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Salan á ísfirska fyrirtækinu Kerecis hefur gefið mörgum af sér gríðarlegan hagnað. Meðal þeirra sem njóta góðs af sölunni er fiskvinnslufyrirtækið Klofningur ehf. á Suðureyri sem fæst við að þurrka hausa í fjórum starfsstöðvum á Vestfjörðum. Klofningsmenn áttu stóran hlut í Kerecis og hagnaðist um tæplega 2,5 milljarða króna á sölunni.

Kerecis varð að stórveldi eftir að hafa fundið leið til að breyta roði í lækningavöru. Fjölmiðillinn Bæjarins besta á Ísafirði fjallar um söluna og reiknar út hve mikið níu hluthafar Klofnings fái í sinn hlut. Á aðalfundi Klofnings var samþykkt að greiða tæplega 1,4 milljarð króna í arð til hluthafa.

Stærsti eigandinn er Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. á Ísafirði með rúmlega þriðjung hlutafjár. Félagið fær með sölunni tæpar 500 milljónir króna. Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík á um 27 prósenta hlut  og fær 369 milljónir króna.

Sigurmar ehf , sem er í eigu Guðna A. Einarssonar, framkvæmdastjóra Klofnings, og Sigrúnar Sigurgeirsdóttur Suðureyri, á tæp 15 prósent og fær 200 milljónir króna í arðgreiðslu.

Guðni Albert Einarsson framkvæmdastjóri.
Mynd: bb.is

Rekstur Klofnings ehf. hefur verið erfiður undanfarin  ár og er salan á Kerecis sannnkölluð himnasending fyrir fyrirtækið srem nú er með rúman milljarð króna í eigið fé. Í Bæjarins besta segir að grunnrekstur félagsins hafi verið erfiður á árinu 2023 og nam tap af grunnrekstinum fyrir afskriftir og vexti 18 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að grunnrekstur félagsins verði erfiður á árinu 2024, einkum vegna slæmra markaðsaðstæðna í Nígeríu og kostnaðarhækkana á Íslandi. Stjórnendur félagsins hafa að sögn hafið vinnu við að beina framleiðslu félagsins á aðra markaði til að minnka markaðsáhættu félagsins.

Í stjórn Klofnings sitja Einar Valur Kristjánsson, formaður, Óðinn Gestsson og Jakob Valgeir Flosason.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -