Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Samfylkingin bannar hæðni – „Verður þeim vísað á dyr?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er með nokkrum ólíkindum. Fólk má semsagt ekki segja annað hér en það sem völdum einstakingum líkar? Hann metur væntanlega hvað telst „málefnalegt,“ að ég nefni nú hæðnisfullt. Mér verður sennilega bannað að kalla félaga Mörð „gæzk.“ – Gilda þessar reglur líka á fundum flokksins? Verður þeim vísað á dyr sem eru þar ómálefnalegir eða hæðnisfullir?“

Þetta skrifar Karl Th. Birgisson fjölmiðlamaður innan lokaðs hóps Samfylkingarinnar á Facebook. Á slaginu níu í kvöld munu þar taka gildi gífurlega harðar reglur til að sporna gegn „dónaskap og jafnvel einelti“, eins og það er orðað í langri tilkynningu. Hæðni verður til að mynda bönnuð.

Hópurinn telur ríflega þúsund manns og getur ekki hver sem er komist inn í hópinn, hvað þá skrifað innlegg þar. Þrátt fyrir það virðist úlfúðin innan hópsins gífurlega. Í það minnsta ef marka má yfirlýsing frá stjórn Samfylkingarinnar innan hópsins. Hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en tvisvar er einelti nefnt sem ástæðu þess að stjórnin bregst svo við. „Óviðeigandi, stuðandi, hæðnisfullar og meiðandi athugasemdir eru ekki leyfðar,“ segir á einum stað.

NÝJAR REGLUR UM SAMSKIPTI Í LOKUÐUM FACEBOOK HÓPI FÉLAGA SAMFYLKINGARINNAR

Góðir félagar,

Hér fer á eftir yfirlýsing frá stjórn Samfylkingarinnar.

- Auglýsing -

Lokaður hópur á Facebook fyrir félaga í Samfylkingunni hefur verið til staðar um nokkurra ára skeið. Þar hafa farið fram gagnlegar, uppbyggilegar og frjóar samræður og rökræður um stjórnmál, Samfylkinguna, jafnaðarstefnuna og leiðir til að bæta okkar samfélag.

Því er ekki að neita að stundum fara umræður út fyrir það sem eðlilegt er og æskilegt í svona hópi. Þar er átt við óviðeigandi ummæli um aðra félaga í hópnum, virðingarleysi, dónaskap og jafnvel einelti.

Nokkur fjöldi félaga hefur komið þeirri skoðun á framfæri við forystufólk í flokknum að hér verði að grípa í taumana og setja hópnum reglur sem hygla samskiptum sem byggja á málefnum og virðingu fyrir skoðunum annarra, á kostnað dónaskapar, ásakana og almennt óviðeigandi ummæla. Þeirri skoðun hefur einnig verið komið á framfæri að loka beri hópnum, og þá vísað í fordæmi annarra flokka sem ýmist eru að taka rækilega til í sínum hópi, eins og Píratar, eða eru ekki með sambærilega hópa, heldur eingöngu opinbera og opna Facebook síðu.

- Auglýsing -

Okkur er ljóst að allt orkar tvímælis þá gert er. Okkur er ljóst að línan milli þess sem er viðeigandi og óviðeigandi, æskilegt og óæskilegt, uppbyggjandi og niðurrífandi, er ekki skýr. Það breytir ekki því að flokkurinn ber ábyrgð á því sem fram fer innan hans eigin veggja.

Þess vegna hefur verið ákveðið að setja hópnum eftirfarandi reglur:

Upphafsinnlegg þarf samþykki stjórnenda áður en það birtist.

Stjórnendur eru 6 starfsmenn flokksins auk 6 fulltrúa í framkvæmdastjórn, kosinna á landsfundi sbr. gr. 8.03 í lögum flokksins.

Reglunum skal komið skýrt á framfæri í Facebook hópnum. Þar skal vera hlekkur á siðareglur flokksins og áberandi tilmæli til þeirra sem þar eru að þeir geti komið athugasemdum og kvörtunum á framfæri við stjórnendur með því að senda póst á [email protected].

Eftirfarandi reglur gilda um athugasemdir við upphafsinnlegg:

  • Passaðu að sýna virðingu í því sem þú skrifar.
  • Athugasemdir þínar eiga að tengjast upphafsinnlegginu.
  • Sýndu öllum virðingu í skrifum þínum. Ef þér mislíkar eitthvað sem hér er skrifað ertu hvattur/hvött til að tilkynna það.
  • Ómálefnalegar athugasemdir eru ekki leyfðar.
  • Óviðeigandi, stuðandi, hæðnisfullar og meiðandi athugasemdir eru ekki leyfðar.
  • Árásir á einstaka félaga og einelti er ekki leyft.
  • Augljóslega rangar upplýsingar og lygar eru ekki leyfðar.

Skrifum og athugasemdum sem brjóta gegn þessum reglum verður eytt og höfundar þeirra eiga á hættu á að verða útilokaðir frá hópnum. Minnt er á siðareglur flokksins. Samfélag okkar er á ábyrgð okkar allra – verum gott samfélag!

Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn.

Reglurnar taka gildi miðvikudaginn 31. mars kl. 9.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -