Mánudagur 26. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Samfylkingin heiðrar Panamaprins: „Þetta er líklega yfirlýsing til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vil­hjálmur Þor­steins­son, fjár­fest­ir og fyrrverandi gjald­ker­i ­Sam­fylk­ing­ar­innar, virðist vera kominn aftur í náðir innan flokksins eftir fjögurra ára eyðimerkurgöngu. Hann sagði af sér sem gjaldkeri þegar það kom í ljós að hann var í Panamaskjölunum. Nú er hann í einu af svokölluðum heiðursætum lista flokksins í Reykjavík.

Samfylkingin birti í dag lista flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmum. Þar er Vilhjálmur í 20. sæti í Reykjavík norður. Ljóst er að síðustu þrjú sæti á sitthvorum listanum hafi verið hugsuð sem heiðursæti. Á eftir Vilhjálmi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður flokksins og svo Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra. Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skipa svo heiðurssæti í Reykjavík suður.

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, vekur athygli á þessu á Facebook. Hann telur að þetta val sé mögulega ákveðin skilaboð út í samfélagið. „Það er kannski merkilegast hér að Samfylkingin hefur endurreist Vilhjálm Þorsteinsson, sem sagði af sér sem gjaldkeri flokksins þegar í ljós kom að hann hafði nýtt sér skattaskjól í kjölfar Panamaskjalanna. Vilhjálmur er í heiðurssæti ásamt Ellert B. Schram, fyrrverandi þingmanni, Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni Samfylkingarinnar, Sigríði Ingibjörg Ingadóttur, fyrrverandi alþingismanni, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Þetta er líklega yfirlýsing til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda um að Samfylkingin mun ekki raska neinu er snýr að völdum þeirra, auði, stöðu og friðhelgi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -