Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Samherjamálið: Sexmenningarnir fyrir dómara á morgun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Namibíska dagblaðið The Namibian greinir frá því að sexmenningarnir, sem voru handteknir vegna Samherjamálsins í gær, hafi verið leiddir fyrir dómara í morgun. Fór þó svo að málinu var frestað til morguns vegna umsóknar um lausn gegn tryggingu en mennirnir sex sem um ræðir eru allir grunaðir um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í tenglsum við mál Samherja.

Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu, en sagði sig úr embætti á miðvikudag.
Mynd / Skjáskot RÚV

Á meðal þeirra eru hinir svokölluðu hákarlar Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu og Tamson ‘Fitty’ Hatuikulipi, tengdasonur hans, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor. Fyrir utan þá eru Pius ‘Taxa’ Mwatelulo, sem tengist James fjölskylduböndum og Ricardo Gustavo, samstarfsmaður James, ákærðir í málinu.

Spillingarlögregla landins hefur sagt í fjölmiðlum að hægt sé að halda mönnunum sex í varðhaldi í tvo sólarhringa og því mun morgundagurinn leiða í ljós hvort það verði framlengt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -