Sunnudagur 13. október, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Samherjamenn reita Norðmenn til reiði – Norski sjávarútvegsráðherrann herðir reglur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norðmenn hafa hert reglur í sjávarútvegi til að stöðva Samherja í söfnun veiðiheimilda í Noregi. Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, gaf út fyrirmæli um það hvernig norska fiskistofan eigi að taka eigi á erlendu eignarhaldi í norskum sjávarútvegi. ástæðan er sú að Samherji hefur keypt sig inn í norskt útgerðarfélag eftir krókaleið. Ráðherrann hefur áhyggjur af þeirri stefnu Samherja að ná undir sig veiðiheimildum í mörgum löndum. Hann segir ekki ástæðu til að taka sérstaklega vel á móti fyrirtækjum sem safna undir sig veiðiheimildum í mörgum löndum. Ríkisútvarpið sagði frá.

Samherji hefur undanfarið komið við sögu varðandi klúður norska bankans DNB, viðskiptabanka Samherjasamstæðunnar, og slaka varðstöðu gagnvart peningaþvætti. Bankinn dróst inn í Namibíumál Samherja. Hann var sektaður um svimandi upphæðir. Samherjamenn hafa þvertekið fyrir að hafa gripið til peningaþvættis og segja mál bankans vera sér óviðkomandi. Afleiðingar alls þessa fyrir Samherja og Íslendinga er skaðað orðspor í Noregi og reitt Norðmenn til reiði.

Norski sjávarútvegsáðherrann hefur gefið fiskistofu fyrirmæli um að taka strangar á málum sem snúa að breyttu eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja þar sem útlendingar eiga í hlut. Fiskistofa á líka að meta hvort erlend fyrirtæki sem ætla fjárfesta í norskum sjávarútvegi hafi brotið reglur í norskri landhelgi með útgerð undir öðrum fána. Þá stendur til að gefa út reglugerð um að ætíð þurfi að fá samþykki stjórnvalda fyrir beinu eða óbeinu eignarhaldi útlendinga á norskum sjávarútvegsfyrirtækjum, ekki verði nóg að tilkynna um það.

Vegna Samherja

„Ég dreg ekki dul á að þessi fyrirmæli eru til komin vegna íslenska fyrirtækisins Samherja sem hefur keypt sig inn í norskt útgerðarfélag,“ er haft eftir Ingebrigtsen á vef norskra stjórnvalda. „Samherji er nú þegar með starfsemi í fleiri Evrópuútlöndum og hefur stundað fiskveiðar í landhelgi okkar undir ýmsum fáum. Slík alþjóðleg samþjöppun eignarhalds skapar sérstakar áskoranir,“ segir í endursögn RÚV.

Mál þetta er enn eitt áfallið fyrir Samherja sem þegar glímir við það að ímynd þess er stórlöskuð vegna ásakana um mútur og skattsvik.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -