Föstudagur 11. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

Samherji fagnar gegn Helga Seljan og vill reka hann: „Þetta heldur ekki vöku fyrir mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsvarsmenn Samherja sem sakaðir eru um mútur og fleiri alvarlega spillingarglæpi, í Namibíu og víðar, krefjast þess að Helgi Seljan fjalli ekki framar um málefni hins umdeilda félags. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í kjölfar þess að Helgi var af siðanefnd RÚV úrskurðaður brotlegur vegna persónulegra ummæla sem hann lét falla á samfélagsmiðlum. Samherji lætur sem úrskurðurinn snúist um vinnubrögð Helga við fréttaskrif en ekki ummæli á samfélagsmiðlum. Það var fréttamaðurinn fyrrverandi, Þorbjörn Þórðarson, sem sem tók saman ummæli Helga og fleiri kollega sinna af Facebook og afhenti Samherja.

„Helgi Seljan hefur ítrekað viðhaft ámælisverð og óheiðarleg vinnubrögð í tengslum við umfjöllun um Samherja í miðlum Ríkisútvarpsins undanfarinn áratug. Hefur fréttamaðurinn orðið uppvís að því að hagræða gögnum, slíta upplýsingar úr samhengi og laga fréttaflutning að eigin geðþótta,“ er skrifað á síðu Samherja.

Þá er þessi krafist að Helgi verði áminntur fyrir brot í starfi.

„Í ljósi niðurstöðu siðanefndar RÚV í dag mun Samherji krefjast þess að hann fjalli ekki frekar um málefni fyrirtækisins á vettvangi Ríkisútvarpsins og vinni ekki að slíkri umfjöllun í samstarfi við aðra. Þá verður gerð sú krafa að Ríkisútvarpið áminni hann fyrir brot í starfi“.

Helgi hefur ekki áhyggjur af úrskurðinum sem hann segir vera illa unninn og illa ígrundaðan. „Ég veit ekki hvert ég á að kæra rangfærslur á fréttavef Samherja. Þeir eru búnir að fella grímuna. Nú halda þeir að rannsókn og dómsmál í tveimur heimsálfum hverfi ef ég láti af störfum. Til þessa voru refirnir skornir. Kærurnar voru til að stöðva umfjöllun. Hvorki kærurnar né niðustaða nefndarinnar snúa að störfum mínum hjá RÚV. Úrskurðurinn snýr ekkert að starfi mínu sem fréttamaður . Þarna er meðal annars

Úrskurður Siðanefndar RÚV er harðorður og afgerandi. Spurt er hvort það sé ekki áfall og högg fyrir Helga. Hann neitar því og bendir á að nefndin hafi meðal annrs úrskurðað varðandi ummæli sem ekki snérust um Samherja.

- Auglýsing -

„Þetta heldur ekki vöku fyrir mér. Ég er ekkert í einhverjum fótboltaleik. Ég er að vinna mína vinnu. Það er merkilegt ef litið er til alls sem hefur gengið á undanfarið er að fyrsti dómurinn sem fellur og tengist á ská Samherjamálinu snúist um að ekki megi fjalla opinberlega um Samherja. Samherji villir meðal annars um og kærir Facebook-deilingu þar sem ég er að grínast með poppara sem voru að leika í auglýsingu í ímyndarherferð fyrirtækisins Eldum rétt og snérist ekkert um Samherja. Þessu nefnd gerði ekkert með sjálfstæða rannsókn“ segir Helgi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -