• Orðrómur

Samherji felldur úr stjórn Samtaka í sjávarútvegi – Endurkosning en niðurlæging staðfest

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fulltrúi Samherja náði ekki kosningu inn í 18 manna stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávaútvegi á dögunum. Þetta gerðist þrátt fyrir að risafyrirtækið ræður 10 prósent atkvæða. Þetta eru stórtíðindi þar sem Samherju hefur um áratugaskeið verðið með afgerandi áhrif í félaginu sem varð til við samruna Landssambands íslenskra útgerðarmanna og fleiri hagsmunafélaga í sjávarútvegi. Innan þeirra samtaka var Samherji mjög ráðandi í krafti þess að rúmlestatala skipa var til grundvallar vægi innan samtakanna. Þetta var kallað stálskipalýðræði. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var um árabil í stjórn LÍÚ með þeim völdum sem fylgja.

Fulltrúi Samherja í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var Hákon Þröstur Guðmundsson, útgerðarstjóri Samherja. Hann var að þessu sinni felldur úr stjórn þrátt fyrir að Samherji fer með 10 prósent atkvæða í samtökunum. Aðalfundurinn var rafrænn og sömuleiðis kosningin. Óánægja var með úrslitin og var krafist endurkosningar en niðurstaðan varð sú sama. Fulltrúi Samherja var fallinn og niðurlægingin blasir við.

Nær öruggt er að óvinsældir Samherja í samfélaginu vegna mútumála og ófrægingarherferðar á hendur Helga Seljan og Ríkisútvarpinu hafi ráðið úrslitinum og mörg félög innan samtakanna sniðgengið Samherja í kosningunni. Ef Samherjamenn hefðu séð þetta fyrir var þeim í lófa lagið að setja öll sín atkvæði á sinn mann og hann hefði verið kominn inn í 18 manna stjórnina í krafti eigin atkvæða.

- Auglýsing -

Nýr formaður stjórnar er Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma, og varaformaður er Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri. Brims hf.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -