Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Samherji gaf Akureyringum ónothæfa skíðalyftu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir tæpum fjórum árum gaf útgerðarfyrirtækið Samherji Akureyringum skíðalyftu sem enn hefur ekki tekist að koma í notkun. Um er að ræða notaða Doppelmayer-stólalyftu sem stendur óhreyfð í brekkum Hlíðarfjalls.

Frá árinu 2015 stóðu vonir til að reisa aðra stólalyftu á skíðasvæði Akureyringa og það var loks vorið 2017 sem undirritaðir voru samningar þess efnis, þökk sé Samherjasjóðnum svokallaða sem veitti styrk til kaupa á lyftunni. Útgerðarfyrirtækið afhenti hollvinasamtökum skíðasvæðisins lyftuna að gjöf, félaginu Vinir Hlíðarfjalls, og stofnað var síðan sérstakt félag um kaupin, Stólalyftan ehf. Samherji gaf ekki bara lyftuna heldur greiddi einnig fyrir flutning hennar til landsins.

Upphaflega stóð til að koma lyftunni í notkun fyrir veturinn 2016 en deilur við verktaka urðu til þess að því var frestað. Þá átti lyftan að vera tilbúin í desember 2018 og oft hefur síðan verið sagt frá væntanlegri opnun hennar í fjölmiðlum. Ef hún kemst einhvern tímann í gagnið verður lyftan sú hæsta á Íslandi en það tekur um átta mínútur að fara með henni upp á Fjallkonuhæð sem er rúmlega þúsund metra yfir sjávarmáli.

Sjá einnig: Halló, Akureyri, hvað er eiginlega í gangi!

Forsvarmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjallli hafa stigið fram og lýst því yfir að með nýju stólalyftunni komi aðstaðan í fjallinu til með að gerbreytast og afkastageta svæðisins margfaldast. En vandinn er sá að lyftan hefur ítrekað bilað og margir steinar verið á veginum í átt að opnun.

Til stóð að Vinir Hlíðarfjalls settu upp lyftuna og leigði svo lyftuna af Akureyrarbæ til næstu 15 ára. Hins vegar hefur bærinn nú samið um kaup á biluðu Samherjalyftunni og er áætlaður kostnaður 323 milljónir króna. Talmenn hollvinasamtakanna hafa fullyrt að lyftan nálgist það að verða afhend en Akureyrarbær heldur etir hluta kaupaverðsins þar til Stólalyfta ehf. hefur lokið verkinu sem og ef eitthvað reynist ófullnægjandi við frágang lyftunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -