Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Samherji neitar alfarið áreiti og einelti – Illugi segir enn hlaupið í skjól lyginnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mikið dæmalaust eru yfirmenn og stjórnendur Samherja ómerkilegir. Í stað þess að horfast í augu við gerðir sínar og taka ábyrgð á þeim, þá er enn hlaupið í skjól lyginnar,“ segir Illugi Jökulsson í harðorðri Facebook færslu í kjölfar yfirlýsingar frá Samherja þar sem fyrirtækið neitar alfarið að hafa áreitt blaðamenn. Illugi gefur lítið fyrir svör fyritækisins.

Ekki áreiti heldur málfrelsi

Í skriflegu svari Margrétar Ólafsdóttir, aðstoðarkonu Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja, til Committee to Protect Journalists (CPJ) að fyrirtækið hafi ekki áreitt blaðamenn Kveiks eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins um starfsemi Samherja í Namibíu, sem birtist í nóvember 2019. Hún heldur aftur á móti fram að um sé að ræða málfrelsi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt á Kjarnanum.

CPJ hefur fjallað um herferð Samherja til að koma óorði á Helga Seljan og kollega hans á RÚV í formi skrifa á vefsíðu, YouTubed myndböndum, kæru  til siðanefndar RÚV og tilraunum til að hafa áhrif á kjör formanns í Blaðamannafélagi Íslands, sem Margrét vísar alfarið á bug.

Gífurlega alvarlegt

Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri á RÚV segir við CPJ að aðgerðir Samherja séu „gífurlega alvarlegar“ og „geti ekki á nokkurn hátt verið réttlættar eða útskýrðar af Samherja sem einhvers konar viðbrögð við umfjöllun þeirra“.

- Auglýsing -

Margrét gerir lítið úr hegðun Jóns Óttars Ólafssonar, ráðgjafa og einkaspæjara sem hefur að hennar sögn „stöku sinnum unnið að verkefnum“ fyrir hönd fyrirtækisins en tekur fram að þau verkefni hafi aldrei falið í sér áreiti eða einelti í garð Helga Seljan.

Ítrekað áreiti

Kjarninn greindi frá í fyrra frá ítrekuðu áreiti Jóns Óttars í formi SMS og Facebook skilaboða auk þess að hafa reynt að hitta á hann á kaffihúsi sem vissi til að Helgi heimsækti. Jón Óttar baðst síðar afsökunar en kvað hegðun sína alfarið á eigin ábyrgð, ekki Samherja. Nafn Jóns Óttars hefur einnig verið tengt við svonenda „skæruliðadeild Samherja“ sem Kjarninn birti fréttir af í maí á þessu ári.

- Auglýsing -

„Var hann hluti þess hóps sem rekur áróðursstríð Samherja gegn blaðamönnum og ákveðnum fjölmiðlum sem fjallað hafa um fyrirtækið en hópurinn lýsti sér sjálfur í samtölum sem skæruliðadeild,” segir í frétt Kjarnans.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -