Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Samherji sakaður um gróf svik í Færeyjum – Þorsteinn Már þögull

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjar ásakanir eru komnar fram á Samherja, Að þessu sinni er fyrirtækið sakað um svik í Færeyjum. Íslendingar sem störfuðu í Namibíu voru ranglega skráðir á færeysk flutningaskip og nutu þannig skattalegs ávinnings. Þetta kom fram á RÚV í kvöld. Kveikur í samvinnu við færeyska sjónvarpið unnu að þessum uppljóstrunum.

Vitnað er í færeyskan skattasérfræðing sem telur Samherja hafa brotið bæði færeysk og namibísk lög með því að greiða Íslendingum sem störfuðu í Namibíu laun í Færeyjum og skrá þá ranglega í áhafni færeyskra flutningaskipa. Þessar ásakanir bætast við mútumál í Namibíu og víðfeðm svik þar.

Meint svik í Færeyjum voru í gegnum Tindholm, eitt þriggja félaga sem Samherjafélagið Esja shipping á Kýpur stofnaði árið 2011 í Færeyjum að því er segir á RÚV. Hin tvö hétu Scombrus og Harengus, en tvö samnefnd flutningaskip voru skráð í Færeyjum – enda óvíða hagstæðara að skrá og reka flutningaskip en þar. Ein meginfríðindin snúa að skattlagningu, en útgerðum býðst til dæmis 100 prósent endurgreiðsla á skattgreiðslum áhafna slíkra skipa.

Samherji er sagður hafa misnotað þetta með því að skrá íslenska sjómenn á færeysku fraktskipin, á sama tíma og þeir voru raunverulega við störf á fiskiskipum félagsins við strendur Namibíu. Sjómennirnir greiddu ekki skatta í Namibíu og Samherji þurfti því ekki að bæta þeim upp tekjutap af þeim sökum.

Færeyska Sjónvarpið reyndi að fá viðbrögð Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, en hann gaf ekki færi á sér. Aftur á móti upplýsti hann í dag að hann hefði kært Jóhannes Stefánsson uppljóstrara fyrir rangar sakargiftir. Taldi hann Jóhannes hafa ýjað að því að Samherjamenn hefðu átt aðild að því að eitra fyrir sér.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -