Sunnudagur 27. nóvember, 2022
1.8 C
Reykjavik

Samherji segir upp allri áhöfninni á stærsta netabát sínum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Samherji sagði upp í gær allri áhöfn Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi landsins. Áhöfnin samanstendur af 18 skipverjum, þar á meðal skipstjóranum Unnsteini Líndal Jensson. Var allri áhöfninni gert að hætta störfum samdægurs.

Kristjan Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja staðfestir þetta í samtalið við Fréttablaðið, sem greinir frá þessu og segir hann að ástæðuna megi rekja til nauðsynlegra breytinga á skipinu. „Nú standa fyrir breytingar á skipinu þannig það þarf að stoppa það í töluverðan tíma á meðan,“ segir Kristjan, en skipið, sem hefur verið gert út sem netabæatur í tvö ár, var upphaflega byggt sem línuveiðiskip. „Þetta eru ýmsar breytingar, lagfæringar og viðgerðir til að þess að bæta í vinnslu og annað slíkt. Þetta er viðhald sem kemur alltaf á gömul skip.“

Í Fréttablaðinu er greint frá því að skipið hafi áður heitið Carisma Star. Var það smíðað í Noregi 2001, en fór í yfirhalningu árið 2008. Samherji gekk frá kaupum á skipiu árið 2013 og var heiti þess þá breytt í Anna EA. Skipið er í eigu fjárfestingafélagsins Sæbóls sem á og rekur útgerðafélagið Samherja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -