Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Samið um 235 þúsund skammta frá Janssen: Hafa ekki lokið prófunum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áður var búið að gera samning um bóluefni frá Pfizer fyrir 85.000 einstaklinga og Astra Zenca fyrir 115.000 einstaklinga. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Af þessum fjórum bóluefnum er Janssen það eina sem hefur ekki lokið við fasa 3 prófanir og verður ekki afhent fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Á vef stjórnarráðsins segir um bóluefnið:

„Samningur Íslands við Janssen var undirritaður 22. desember 2020. Er í fasa III í prófunum. Mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) er forsenda markaðsleyfis. Áætlað að EMA gefi út álit í febrúar 2021. Ísland fær bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áætlað að byrja afhendingu á þriðja ársfjórðungi.“

Gagnrýni á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnina alla hefur farið vaxandi. Þannig var greint frá því í Morgunblaðinu að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði átt nokkra fundi í gær til að reyna tryggja þjóðinni nægt bóluefni tímanlega. Á vef stjórnráðsins segir enn fremur:

„Heilbrigðisráðuneytið vinnur að lokagerð samnings við lyfjaframleiðandann Moderna og er ráðgert að undirrita hann 31. desember næstkomandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -