• Orðrómur

Samkaup selur brauðhleif á 909 krónur: „Datt um þetta brauð sem mér ofbauð verðið á“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Neytandi vakti athygli Mannlífs á gríðarlegu okri hjá Samkaup strax á Mývatni. Þar sá hann brauðhleif sem kostaði 909 krónur. Verðlagningin verður að flokkast sem okur og ekki með nokkru móti hægt að botna í slíku verði á einu brauði.

Neytandin sem var á ferðinni með hópi fólks ákvað að skella sér í Samkaup strax og rak þá augun í verðið á brauðinu „Datt um þetta brauð sem mér ofbauð verðið á“

 

- Auglýsing -

Hér má ská mynd sem neytandinn tók af brauðhleifnum og verðið á honum, 909 krónur.

 

Landsbygðin líður fyrir

- Auglýsing -

Mannlíf hefur fjallað áður um gríðarlega háa verðlagningu hjá Krambúðinni sem er í eigu Samkaupa líkt og Samkaup strax. Fólk úti á landsbyggðinni margt hvert neyðist til þess að versla í verslunum sem þessum á vegum Samkaupa. Margir ferðist frekar til höfuðborgarinnar eða annara staða sem bjóða upp á lágvöruverðsverslanir og byrgja sig upp af matvælum til þess að sleppa við að versla þar. Þetta leggur fólk á sig í stað þess að láta okra á sér og þrátt fyrir að eldsneyti sé dýrt og yfirleitt dýrara úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Samt borgar það sig að leggja land undir fót og fara úr heimabyggð eftir vistum.

 

Krambúðin nýtir sér að fólk hefur ekki val – VERÐKÖNNUN – Sláandi verðmunur allt að 54 prósent

- Auglýsing -

 

Mannlíf hvetur neytendur til þess að vera vel vakandi yfir verðlagi. Senda má ábendingar er snúa að öllum neytendamálum á [email protected]

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -