Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Samstarfsfúsi borgarfulltrúinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samstarfið í borginni hefur verið ansi stormasamt síðan borgarfulltrúar mættu til starfa fyrr í sumar. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur vakið athygli síðustu daga fyrir þð umdeilda atvik þegar hún ullaði á Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Líf bað Mörtu afsökunar og sagði á Facebook-síðu sinni að tungutaktarnir hefðu einungis verið góðlátlegt grín.

„Hvað gerir maður þegar einhver starir á mann í lengri tíma af miklu yfirlæti og vanþóknun í þrúgandi og kúgandi aðstæðum eftir að maður hefur verið málefnalegur og sanngjarn í sínum málflutningi en fær ómálefnaleg viðbrögð á móti? Jú, maður reynir að slá þessu öllu upp í grín og létta andrúmsloftið og losa sig úr störukeppninni með því að ulla bara á viðkomandi, lyfta brúnum og brosa,“ skrifaði Líf.

Þetta fræga ull kom í kjölfar ásakana Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, um að Líf legði Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokks Íslands, í einelti.

„Meira samtal, minna þras!“

Spurning er hvort stutt sé í að kallaður verði til vinnustaðasálfræðingur í Ráðhúsi Reykjavíkur, líkt og var gert í lok árs 2015 þegar Sóley Tómasdóttir, þáverandi oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, ýtti Líf til hliðar og tók formannssæti hennar í mannréttindaráði Reykjavíkur. Vinstri græn skiptust í tvær fylkingar út af þessu bragði Sóleyjar, sem kom Líf í opna skjöldu. Í frétt Eyjunnar um málið kom fram að ekki hafi verið full eining um að Sóley tæki sæti Lífar og að Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, hefði verið andvíg ákvörðuninni og reynt að tala Sóleyju ofan af henni án árangurs. Ári síðar hætti Sóley og flutti til Hollands og tók Líf hennar sæti sem forseti borgarstjórnar.

Hvað gerist næst í borgarstjórn Reykjavíkur er óvíst, en er ekki ágætt að hin umdeilda Líf eigi lokaorðin sem hún lét falla á Twitter í fyrra:

„Gott samtal. Meira samtal, minna þras!“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -