Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Samstöðin dregur úr rekstri vegna lögsókna auðmanna: „En því miður höfum við litlar varnir“. 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samstöðin hefur dregið úr fréttaskrifum í sparnaðarskyni vegna lögsóknar meintra auðmanna á hendur Hjálmari Friðrikssyni blaðamanni sem krafinn er um 15 milljónir króna. Það eru fjárfestarnir Arnar Hauksson, Jón Einar Eyjólfsson og Pétur Árni Jónsson, útgefandi Viðskiptablaðsins, sem  krefjast þess að Hjálmar greiði þeim þrjár milljónir króna hverjum í miskabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna skrifa um bruna þar sem sextugur maður lét lífið. Þá krefst Elja, félag þremenninganna þess að fá þrjár milljónir auk vaxta og kostnaðar. Lögmaður Hjálmars krefst þess að hann verði sýknaður.

Hjálmar Friðriksson blaðamaður.

Auk krafna þremenninganna, sem vilja fá þrjár milljónir á mann frá Hjálmari, gerir félag þeirra Elja-þjónustumiðstöð atvinnulífsins kröfu upp á 3 milljónir í skaðabætur vegna fjártjóns og þrjár milljónir að auki í miskabætur. Þá bætast við kröfur um málskostnað og dráttarvexti. Málið er á dagskrá héraðsdóms 17. desember 2024.

Um er að ræða tvær fréttir sem Hjálmar skrifaði á vef Samstöðvarinnar um bruna á Funahöfða í Reykjavík í október 2023 þar sem rúmlega sextugur pólskur karlmaður lét lífið. Vísir segir frá stefnunni.

Pétur Árni Jónsson
Mynd / Heild

Fréttirnar umdeildu eru með eftirfarandi fyrirsagnir: „Sannleikurinn er þó að Elja stundar nútíma þrælahald, sem hefur nú dregið mann til dauða á Íslandi“

„Nú hafa þessir vafasömu starfshættir dregið mann til dauða“.

„Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það má hafa góðar tekjur af þrælahaldi. Svo er raunin með Elju“.

Gunnar Smári Egilsson, útgefandi Samstöðvarinnar og leiðtogi Sósialistaflokksins upplýsir um lögsóknina í Facebook-færslu. „Þetta mál er m.a. annars ástæða þess að við drógum tímabundið úr fréttaskrifum á vef Samstöðvarinnar meðan við fjármögnum þessi málaferli,“ skrifar Gunnar Smári og segir að málaferlin sé kostnaðarsöm, jafnvel þótt við sigur vinnist og dómstólar staðfesti að auðugt fólk verði að sætta sig við gagnrýni og aðhald eins og annað fólk.
„Þetta er sá raunveruleiki sem blaðamenn og litlir fjölmiðlar búa við í dag. Auðfólk notar afl sitt til að þagga niður í umfjöllun og hræða fólk frá því að fjalla um athafnir þess. Það vill vaða um samfélagið án aðhalds, fara sínu fram. Samstöðin er fátæk útvarps- og sjónvarpsstöð sem rekin er með stuðningi fólks sem sættir sig ekki við samfélag sem hin auðugu stjórna,“ skrifar Gunnar Smári og óskar eftir stuðningi almenninngs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -