Miðvikudagur 24. maí, 2023
8.1 C
Reykjavik

Samtökin Trans Ísland hlutu mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í dag

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Samtökin Trans Ísland hlutu í dag mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2023; fyrir baráttu sína fyrir réttindum trans fólks hér á landi.

Eru verðlaunin veitt árlega til einstaklinga, hópa, félagasamtaka eða stofnanna sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um sjálfsögð mannréttindi.

Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, afhenti Ólöfu Bjarka Antons formanni Trans Íslands verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða í dag.

Frá árinu 2007 hefur Trans Ísland barist af krafti fyrir réttindum trans fólks; staðið fyrir umfangsmikilli fræðslu til almennings um þetta mikilvæga málefni.

Hafa samtökin unnið með stjórnvöldum með það að markmiði að tryggja kynrænt sjálfræði; treysta á réttindi allra kynja.

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að með starfi sínu hafi samtökin valdið grundvallarbreytingu á skilningi fólks á kynjajafnrétti.

Eitt helsta baráttumál Trans Ísland um þessar mundir er að tryggja að lagalegum réttindum trans fólks sé framfylgt í hvívetna.

- Auglýsing -

Einnig hefur Trans Ísland unnið afar náið og vel með almannaheillasamtökum hér á landi og erlendis gegn vaxandi hatri í garð trans fólks og alls hinsegin fólks.

Hinsegin samfélagið hefur kallað eftir aðgerðum stjórnvalda hér á landi og sé ánægt með viðbrögðin þó alltaf sé hægt að gera betur.

Til hamingju Trans Ísland!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -