Fimmtudagur 5. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sara notar hugvíkkandi efni og dásamar þau: „Meðferð gegn kvíða, þung­lyndi og fíkn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sara María Júlíu­dótt­ur hef­ur unnið mikið í sjálfri sér en hún kynnt­ist hug­víkk­andi efn­um á ferðalagi sínu um Suður-Am­er­íku. Segja má að hún sé íslenskur „frum­kvöðull“ á sviði hug­víkk­andi efna og notkunar þeirra.

Jóga­kenn­arinn Sara hefur með notkun á þess­um efn­um unnið með sín áföll; „náð að losa um í vit­und sinni það sem hún vill mein­a að hafi staðið í vegi fyr­ir vexti í henn­ar lífi.“

Söru er tíðrætt um virkni sveppa eða „psilocybin.“

„Tauga­kerfið er eins og snúra og á snúr­unni hanga hnull­ung­ar og það sem „microdós­ing“ af svepp­um ger­ir er að það er eins og það sé lyft und­ir hnull­ung­ana; létt­ir á þeim og það sem „tripp­in“ gera er að klippa þá af.“

Sara hef­ur prófað mörg hug­víkk­andi efni í öllu mögu­legu magni og hún dá­sam­ar þau „í marg­vís­leg­um til­gangi, en einna helst í meðferð gegn kvíða og þung­lyndi, óaf­greidd­um áföll­um, fíkn og slit­gigt.“

Þá bendir Sara á það hvernig „efn­in víkka hug­ann og brjóta upp göm­ul form eða munst­ur sem við get­um hangið föst í svo árum skipt­ir“ og nefnir sem dæmi skömm­ina sem gæti fylgt þeim kennd­um sem börn gætu fundið fyr­ir en reyna að af­neita vegna ótta við að vera dæmd eða hafnað: „Ég segi oft við menn sem koma til mín, manstu kannski þegar þú varst í grunn­skóla og fórst í leik­fimi og sást annað typpi og þú bara vá og fékkst í hann kannski og svo bara nei, ég er sko eng­inn hommi sko, bara skömm, þarna er kom­in fyrsta skömm­in.“

- Auglýsing -

Sara vill meina að þessi skömm fylgi okk­ur og hafi áhrif á hug­mynd­ir okk­ar og kyn­vit­und og að „framtíð geðlækn­inga sé fal­in í notk­un hug­víkk­andi efna í formi meðferða og und­ir eft­ir­liti og stjórn fagaðila“ segir Sara sem hef­ur nú hafið nám sem kallast „psychedelic therapy training,“ en námið er á há­skóla­stigi og gef­ur inn­sýn og reynslu í notk­un á hinum ýmsu hug­víkk­andi efn­um.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast meira um efnin þá hefur breski geðlæknirinn Robin Carhart-Harris mikla trú á vitundarvíkkandi meðferð, þar sem lyfið psilocybin er notað við geðröskunum. Robin telur að slík meðferð gæti í framtíðinni gagnast öllu fólki; jafnvel gert það opnara og hamingjusamara.

Robin fékk snemma áhuga á vit­und­ar­víkk­andi lyfj­um í lækn­inga­skyni; skoðaði mynd­ir af heil­um fólks sem þjá­ist af þung­lyndi sem tekið hafði lyfið psi­locybin, virka efnið í töfra­svepp­um, og sá að virkn­in í heil­an­um var svipuð og eft­ir neyslu þung­lynd­is­lyfja og annarra hefðbund­inna lækn­inga­leiða.

- Auglýsing -

Hann hefur sagt að þetta eigi líka við um fólk sem ekki var þung­lynt og varð til þess að hann vildi skoða þessi mál bet­ur; áhug­inn hafi þó ekki kviknaði ein­göngu við skoðun heilamynd­­anna – held­ur einnig vegna líðanar sem fólk sem tók lyfið lýsti og sagði gjarn­an að sér liði eins og þungu fargi væri af því létt: Fann til vellíðunar sem það hafði fundið fyrir áður. Robin líkt og Sara er á því að meðferð með lyfinu psilocybin muni umbylta geðlæknisfræðum í framtíðinni.

Heimild: Hlaðvarpið Þvottahúsið

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -