Fimmtudagur 22. september, 2022
7.8 C
Reykjavik

Sauð upp úr: „Ertu að reyna að bola mér út úr Samfylkingunni hér í beinni á Twitter?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Margrét Gauja Magnúsdóttir, leiðsögumaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, varpaði fram skoðun sinni á sóttvarnabroti Bjarna Benediktsonar á Twitter í fyrradag. Það væri varla frásögu færandi ef það væri ekki fyrir þær sakir að í athugasemdum við færsluna sauð upp úr á milli hennar og varaþingmanns Samfylkingarinnar, Bjarts Aðalbjörnssonar.

Margrét Gauja virðist hafa gert sér grein fyrir að skoðun hennar færi misvel í fólk. Hún skrifar: „Ég ætla að henda fram mjög óvinsælli skoðun: Mér finnst of mikið að krefjast þess að Bjarni Ben segi af sér vegna þess að hafa verið viðstaddur partý sem fór úr böndunum. Bring it.“

Bjartur skrifar athugasemd og spyr: „Í alvöru?“. Því svarar Margrét Gauja: „Já Bjartur, í alvöru. Hringdu í Gunnar Smára.“ Þar vísar hún líklega til Sósíalistaflokksins en Gunnar Smári Egilsson var talsverður drifkraftur í stofnun þess flokks.

Bjartur er í það minnsta ekki sáttur við þessi ummæli og skrifar: „Okei vá. Er orðlaus yfir því að þú hafir skrifað þetta. Ég ætlaði bara ekki að þú værir í alvörunni að koma spilltasta ráðherra ríkisstjórnarinnar til varnar. Ég skil ekki einu sinni þetta svar þitt. Hef aldrei talað við Gunnar Smára á ævi minni. Er samt sósíalisti.“

Margrét heldur þá áfram og segir: „Varst búin ad frétta að sósialistar eru búnir að stofna sinn eigin flokk er þad ekki?“

Bjartur túlkar þetta þannig að Margrét vilji hann ekki í Samfylkingunni og skrifar: „Ertu að reyna að bola mér út úr Samfylkingunni hér í beinni á Twitter?“ Margrét spyr þá einfaldlega til baka hvort hún sé í Samfylkingunni. Eftir það rífast þau nokkuð áfram en um annað málefni.

- Auglýsing -

Þetta rifrifldi á Twitter vekur athygli sumra, þar á meðal Óla Gneista. „Gott að fá það á hreint að sósíalistar eru ekki velkomnir í Samfylkingunni,“ skrifar Óli en Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sér sig knúna að svara honum og segir: „Fullt af sósíalistum í Samfylkingunni, fullt. Magga Gauja talar ekki fyrir flokkinn og Bjartur er auk þess varaþingmaður, og á sér mörg skoðunarsystkini.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -