• Orðrómur

Sauðfjárbændur vilja sleppa skotveiðimönnum lausum: „Þetta er orðinn verulegur skaði!” 

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sauðfjárbændur eru afar óhressir með þær miklu skemmdir sem fuglar valda á túnum þeirra. Um að ræða gæsir, helsingja og álftir.

Segja bændur mikla fjölgun hafa átt sér stað á þessum stofnum og grípa verði til aðgerða.

Gestur nokkur, bóndi, skrifaði færslu um málið í hópi sauðfjárbænda á Facebook og spyr hvað fólki þyki um þetta.

- Auglýsing -

„Hvað finnst fólki um þessa ógnar fjölgun sem orðin er á gæs? Mér sýnist þetta stefna í að maður fái enga uppskeru af stórum hluta túna. Var að bera á í gær á tveimur jörðum sem ég hef fengið að nytja tún. Allt fullt af gæs og ekki stingandi strá allt nagað ofan í rót. Taldist lauslega að myndu vera 30 til 40 fuglar á hektara.“

Margir virðast kannast við vandamálið.

„Þetta væri gott kosningamál. Fara fram á svör frá frambjóðendum til alþingis, en það er ekki eins og neitt hafi gerst á núverandi kjörtímabili sem getur hjálpað þrátt fyrir að þessi vandamál hafi farið hratt vaxandi og séu á allra vitorði,“ segir bóndi nokkur.

- Auglýsing -

„Þetta er mikið vandamál hér á Hornafirði og ekki síst helsinginn sem er hér um allt og fjölgar hratt,“ skrifar Ari.

„Er ekki eins með álftina, finnst að henni sé að fjölga mjög mikið og þá skipta þær tugum ef ekki hundruðum í hóp, þær þurfa nú dálítið að snæða,“ skrifar ein.

„Þetta stóra vandamál þekki ég hér á Jökuldal. Taldi einhvern tímann 300 fugla per hektara.“

- Auglýsing -

„Uss 30 til 40 fuglar á hektara er smotterí. Hér erum við að fást við ekki tugi heldur hundruð af helsingja því líkur andsk ófögnuður vor sumar og haust,“ skrifar Þorsteinn nokkur.

„Sama sagan með hvítu gæsirnar, mætti alveg taka aðeins til í þeim stofni í leiðinni. Þvílíkt magn sem þær éta og éta nánast rótina líka,“ skrifar bóndi nokkur að norðan.

„Það gefur auga leið að gæsir sem rífa upp og skemma tún, hljóta ekki síður að valda tjóni á viðkvæmum öræfagróðri.

Hefur aldrei verið kannað hvað gæs étur miðað við kind? Nokkur þúsund fjár á afréttum en tugir þúsunda gæsa. Ef þá vantar nýjan óvin,“ segir Steindór.

„Okkar forustufólk þarf að ýta hraustlega við þessu því allir vita af þessu og þeir sem komu þessari friðunarþvælu af stað verða að sýna smá ábyrgð Það sagði mér staðkunnugur maður að heiðagæs væri nánast búinn að breyta landinu kringum Snæfell í auðn þegar liði á sumar og þar sæjust ekki kindur því þær myndu drepast úr hungri.“

„Það verður að gera stórátak í því að fækka fiðurfénaði sem kemur vor og haust í tún og akra bænda.
En hvernig?
Fyrir það fyrsta er að heimila vorveiðar. Í því sambandi þarf fyrst að reyna skjóta kynþroska fuglana, þannig næst að stöðva fjölgunina. Eitt par kemur með 4-6 fugla árlega. þannig að þegar elstu fuglarnir eru kynþroska eru geldfuglar parsins um 30-40 stykki,“ skrifar Steingrímur.

Senn kemur að kosningum og verður áhugavert að fylgjast með hvort þetta mál verði tekið fyrir hjá flokkunum.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -