Sunnudagur 28. maí, 2023
6.1 C
Reykjavik

Scott McLeod fjölmiðlafulltrúi Everton um mál Gylfa Þórs

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Scott McLeod er fjölmiðlafulltrúi enska knattspyrnuliðsins Everton, sem Gylfi Þór Sigurðsson lék með áður en hann var handtekinn fyrir tæpum tveimur árum. Í kjölfarið lét Everton Gylfa Þór fara; var það þungt högg fyrir Gylfa Þór og Everton, enda er Gylfi Þór dýrasti leikmaður í sögu Everton; verðmiðinn var 44 milljónir punda.

Gylfi Þór Sigurðsson

Eins og staðan er núna í þessu eldfima máli er talið að bæði Gylfi Þór og Everton muni leita réttar síns vegna málsins – enda miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi, sem og tilfinningalegir – enda var Gylfa Þór hreinlega haldið í stofufangelsi í næstum tvö ár.

Mannlíf náði sambandi við Scott McLeod fjölmiðlafulltŕúa Everton nú áðan og spurði hann hvort hann vildi tjá sig um málið og einnig hvort Everton myndi leita réttar síns vegna fjárhagstaps liðsins eftir handtöku Gylfa Þórs.

„Eins og staðan er núna þá mun Everton ekki tjá sig um mál Gylfa.“

Vildi Scott ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu, enda skammt liðið frá því að fréttir bárust af því að Gylfi Þór væri laus allra mála.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -