Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Seðlabankastjóri tilbúinn að hækka stýrivexti meira – „Það eina sem við get­um gert“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það eina sem við get­um gert er að þrýsta eft­ir­spurn­inni niður,“ sagði Ásgeir Jóns­son, seðlabanka­stjóri, í viðtali við Dagmál sem birtist í dag. Segir hann aðgerðirnar óyndisllegar og bætir við að enn sé verið að reyna að pína fólk til þess að bíða þar til framboðið sé komið.

Viðtalið er nokkuð ítarlegt og segir Ásgeir Seðlabankann tilbúinn til þess að grípa til meiri stýrivaxtahækkana til þess að ná tökum á verðbólgunni. Stýrivextir voru hækkaðir í gær um eitt prósent og eru því vextir nú orðnir 4,75%. Sagði hann hækkunina ekki óvinsamlega aðgerð gegn almenningi. Þvert á móti væri hún til þess að verja kaupmátt auk þess að vera jákvætt framlag í kjarasamningagerð haustsins. Þá sagðist hann vonast til að aðgerðir bankans kæmu ekki til með að vera svo harkalegar að það leiddi til atvinnuleysis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -