Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Segir að Arnar Þór sjáist lítið á leikjum: „Geri kröfu um að landsliðsþjálfarinn fylgist vel með“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var hressileg umræða varðandi íslenska karlalandsliðið í fótbolta í þættinum Íþróttavikan Með Benna Bó sem er á dagskrá Hringbrautar á föstudögum.

Í fréttum vikunnar kom fram í dagsljósið að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari, væri að reyna að fá Hólmar Eyjólfsson til að snúa aftur í landsliðið; einnig kom fram að Aron Einar Gunnarsson fyrrum landsliðsfyrirliði gæti snúið aftur: En landsliðið spilar 4 leiki í sumar:

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór býr í Belgíu og fram kom í þætinum að hann hefur ekki mætt á marga leiki, ef einhverja leiki, í Bestu deildinni í sumar.

Benedikt Bóas Hinriksson þáttastjórnandi

Benedikt Bóas er fyrrum leikmaður Vals og fylgist vel með málum á Hlíðarenda; hefur mætt á flesta leiki liðsins í sumar. Og gestur þáttarins, Hörður Snævar Jónsson íþróttastjóri Torgs er öllum hnútum kunnugur í íslenska fótboltanum: Hann sagði:

Hörður Snævar Jónsson er íþróttastjóri Torgs

„Arnar Þór er væntanlega með aðgang að öllum leikjum, og ég geri ráð fyrir, og geri einfaldlega kröfu um það að landsliðsþjálfarinn fylgist vel með. Hann ætti alveg að skoða Damir Muminovic sem hefur ekki stigið feilspor eins og Hólmar í sumar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -