Formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, tjáði sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar við 433.is í dag.
Samkvæmt reglum er ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór verði valinn í íslenska landsliðið á ný.

Mynd / Instagram
„Ég hef ekki náð að kynna mér þetta almennilega í dag. Ég hef verið á hlaupum og í þessu þjálfaramáli, sem ég er glöð að hafi leyst á farsælan hátt. Ég vil í raun ekki segja meira um það fyrr en ég er búin að kynna mér þetta betur,“ sagði Vanda.
Bætti við:

„Reglur KSÍ kveða á um það að ef ekkert mál er í gangi þá má landsliðsþjálfarinn velja hann. Þannig er staðan með Gylfa. Það er ekkert mál í gangi. Kjósi landsliðsþjálfarinn að velja hann þá má það.“