Laugardagur 30. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Segir ekki hlustað á láglaunafólk: „Búum í veröld þar sem stéttskipting og misskipting þykja sjálfsögðustu hlutir “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég veit að við búum í veröld þar sem stéttskipting og misskipting þykja sjálfsögðustu hlutir í heimi. Ég veit að við búum í veröld þar sem það að hlusta á láglaunafólk einfaldlega tíðkast ekki. Það er eins og það séu trúarbrögð að hlusta ekki á láglaunafólk,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu á Facebook.

Í færslunni vísar hún í verkfallsaðgerðir Eflingar og kjarabaráttuna sem félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Reykjarvíkurborg standa í.

Hún segir það að greiða fólki ekki laun sem duga fyrir framfærslu hafa afleiðingar. „Þetta hefur afleiðingar. Það hefur afleiðingar að nýta fólk til vinnu og borga því ekki laun sem duga fyrir framfærslu. Það hefur afleiðingar að hafa fólk í líkamlegri og andlegri erfiðisvinnu og láta það lifa við endalausar áhyggjur. Það hefur afleiðingar að hlusta ekki þegar fólk segir frá aðstæðum og kjörum. Grafalvarlegar,“ skrifar Sólveig. Hún segir afleiðingar m.a. snúa að heilsu fólks sem hafi þá áhrif á ríkiskassann.

„Konur á mínum aldri sem starfað hafa við erfið umönnunarstörf eiga á hættu að missa heilsuna. Fjölgun þeirra sem fá örorkumat er mest í hópi kvenna um fimmtugt. Kvenna sem unnið hafa erfið störf fyrir smánarleg laun og hafa einnig, eins og við allar, þurft að axla mikla ábyrgð á sínum eigin heimilum og fjölskyldum,“ skrifar Sólveig. 

Í færslu sinni spyr hún þá af hverju fólk sé að sækjast eftir völdum hafi það ekki áhuga á að nota þau til að hjálpa þeim sem á hjálp þurfa að halda. „Til hvers að sækjast eftir völdum ef að þú ætlar ekki að nota þau til að lyfta þeim upp sem mest þurfa á því að halda? Til hvers að sækjast eftir völdum ef að fólkið sem minnst hefur milli handanna hefur það ekki betra ef að þú ert við völd?

Færslu Sólveigar má sjá hér fyrir neðan og línurit sem hún deilir með, á því má sjá áætlaða ævilengd við þrítugt, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, háskólamenntaðra annars vegar og grunnskólamenntaðra kvenna hins vegar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -