2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Segir fyrrverandi eiginkonu sína hafa málað á sig áverka

Leikarinn Johnny Depp hefur sakað fyrrverandi eiginkonu sína, leikkonuna Amber Heard, um að hafa málað mar og áverka á andlit sitt þegar hún sakaði hann um að hafa beitt sig heimilisofbeldi. Þau voru gift frá árinu 2015 til ársins 2017.

Depp heldur því fram að hann hafi aldrei beitt Heard ofbeldi og fór nýverið í meiðyrðamál gegn henni vegna ásakananna. Hann fer fram á 50 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur.

Í dómsskjölum kemur fram að Depp segi Heard hafa málað á sig áverka þegar hún fór fram á tímabundið nálgunarbann gegn honum árið 2016. „Samkvæmt vitnum og upptökum úr öryggismyndavélum var hún ekki með þessa áverka dagana á eftir.“ Um þetta er fjallað á vef The Guardian. Depp hefur þá áður sakað Heard um að hafa skaðað sjálfa sig til að sverta mannorð hans.

Hann segir mál hennar byggja á blekkingum og að þetta sé eitt dæmi um það. „Eftir að hafa alltaf neitað sök þá er ég loksins kominn í þá stöðu þar sem ég get sundurliðað hvern einn og einasta þátt í þessari blekkingu hennar.“

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is