Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Segir hægt að byggja 4 leikskóla fyrir fjárveitingu til Hauka: „Peningarnir virðast vaxa á trjánum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Fimleikafélags Hafnarfjarðar, Viðar Halldórsson, hefur ritað harðort bréf til bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem þessi misserin eru að fara að taka ákvörðun um að reisa knattspyrnuhöll á svæði Hauka við Ásvelli.

Sjálfir hafa FH-ingar á síðustu árum reist nokkur hús í Kaplakrika, með aðkomu bæjarins; Viðar segir hins vegar framkvæmdina á Ásvöllum of dýra:

„Undanfarin ár hefur verið mikil og þörf umræða um aðstöðu knattpyrnunnar í Hafnarfirði til æfinga og keppni yfir vetrarmánuðina. Íþróttafulltrúinn í Hafnarfirði skilaði vandaðri þarfagreiningu til bæjaryfirvalda og í framhaldinu fórum við við FH-ingar fram á að byggt yrði knatthús í fullri stærð hér í Kaplakrika sem féll vel að niðurstöðu þarfagreiningar íþróttafulltrúans,“ ritar Viðar í opnu bréfi.

Bætir við:

„Umræður og ferli byggingar Skessunnar ætti að vera öllum ljóst en í stuttu máli óskuðum við FH-ingar eftir ódýru og hagkvæmu húsi sem við sjálf byggðum í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. Bæjaryfirvöld vildu hafa umsjón með og framkvæma verkið, buðu verkið út á grunni hönnunar og teikninga Fimleikafélagsins, lægsta tilboð ríflega 1.1 milljarður króna, sem að mati bæjaryfirvalda var of hátt. Í framhaldinu var gert samkomulag milli Fimleikafélagsins og Hafnarfjarðarbæjar um byggingu Skessunnar sem hljóðaði upp á 790 milljónir króna.“

Viðar segir að nú eigi að setja tæpa fimm milljarða í að byggja hús fyrir Hauka, peninga sem betur mætti nýta í byggingu grunnskóla og leikskóla:

- Auglýsing -

„Í dag virðast bæjaryfirvöld vera á lokametrum við ákvarðanatöku um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum sem að lágmarki mun kosta 4.5 milljarða, byggja einn fótboltavöll fyrir ámóta upphæð og kostar að byggja góðan grunnskóla eða fjóra leikskóla.“

Viðar segir að „árlegur rekstrar- og fjármagnskostnaður knatthúss af þeirri gerð sem væntingar eru um að reisa á Ásvöllum er ca 322.000.000, kr. (rekstur 98, afskriftir 112 og vextir 112) sem gerir ca. 144.000 kr. pr. notaðan klukkutíma. Sambærilegar upphæðir vegna Skessunnar (uppreiknað stofnvirði 1.1 milljarður kr.) eru 108.000.000,- pr.ár (rekstur 53, afskriftir 28 og vextir 28) sem gerir ca. 37.000 kr. pr. notaðan tíma.“

Að mati Viðars er Hafnarfjarðarbær að kasta peningum út um gluggann með umræddri framkvæmd:

- Auglýsing -

„Hvernig réttlæta núverandi bæjaryfirvöld þessar gríðalega háu upphæðir sem í okkar huga er verið að kasta út um gluggann nú í upphafi sem stofnkostnaður og síðan í áratugi hundruði milljóna á ársgrundvelli í rekstur og fjármagnskostnað?. Óhóflega há upphæð sem bæjaryfirvöld hér í Hafnarfirði veita í eina einstaka framkvæmd eins og hér er á döfinni mun vitanlega hafa áhrif á framlög í aðrar nauðsynlegar framkvæmdir annarra íþróttafélaga hér í bæ en ykkur bæjarfulltrúum ætti að vera ljóst að t.d. Dansíþróttafélagið, Brettafélagið, Hnefaleikafélagið, Golfklúbburinn Setberg og Bjarkirnar eru í mikilli þörf á betri aðstöðu og jafnvel á hrakhólum með aðstöðu.“

Viðar er klár á að peningarnir sem eiga að fara til Hauka vegna hússins umtalaða myndu nýtast samfélaginu í Hafnarfirði vel:

„Fyrir þá milljarða sem myndu sparast við að byggja hús sambærilegt Skessunni á Ásvöllum væri hægt að stórbæta aðstöðu fjölmargra annarra íþróttafélaga í Hafnarfirði, bæjarbúum til mikilla hagsbóta. Fimleikafélagið hefur nú á síðustu mánuðum verið að skoða og velta upp þeirri stöðu sem við erum í og einnig hvernig við stöndum fjárhagslega með það í huga að milljörðum sé dreift í önnur félög hér í bæ. Á sama tíma erum við í Fimleikafélaginu með eign í mannvirkjum sem nálgast tvo og hálfan milljarð. Svo til öll íþróttamannvirki í Hafnarfirði utan Kaplakrika eru í eigu Hafnarfjarðarbæjar.“

Hann bendir á að „við FH-ingar höfum verið að rembast í áratugi með eigin fjárfestingar, lántökur (langtímalán Fimleikafélagsins ca. 630 milljónir), fjármagnskostnað og mikla vinnu til að ná sem hagkvæmustu verðum okkur og við héldum bæjarfélaginu til heilla. En til hvers, það virðist öllum vera sama, peningarnir virðast vaxa á trjánum og munum við því á næstu dögum óska eftir formlegum viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um að þeir kaupi okkar eignarhlut í mannvirkjunum Í Kaplakrika.“

Bætir við:

„Við sem höfum staðið í stafni Fimleikafélagsins nú í áratugi teljum okkur hafa þá reynslu og þekkingu sem til þarf að meta og ef þarf að taka ákvarðanir félagi okkar og bæjarfélaginu til heilla. Nú eru liðin 17 ár frá því að okkar frábæra knatthús Risinn var tekinn í notkun, sjö ár frá opnun Dvergsins og þrjú ár frá opnun Skessunnar. Margir sem lítið hafa komið nálægt uppbyggingu og rekstri alvöru knattspyrnudeilda myndu strax segja að upphituð hús er það sem við þurfum hér á landi en reynsla okkar segir annað. Kostir okkar húsa eru t.d. loftgæði verulega meiri, náttúruleg lýsing húsanna er mikill kostur og síðast en ekki síst eru hús okkar tólfmánaða hús en upphituðu glæsihallirnar í Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík eru einungis sjö mánaða knatthús. Hvað segjum við við því að það koma dagar sem kuldinn hér á suðvesturhorninu fer niður fyrir t.d. mínus fimm gráður? Jú, það gerist og mun áfram gerast en okkar reynsla er ósköp skýr; við höfum aldrei fellt niður æfingu vegna kulda í húsunum, æfingar hafa verið felldar niður alltaf öðru hvoru en þá er það um leið og skólum hefur verið lokað vegna ófærðar í Hafnarfirði.“

Viðar vill meina að besta knattspyrnufólk í heimi æfi oft í kulda:

„Bestu knattspyrnumenn heimsins sem stunda sína atvinnu í Evrópu – margir þeirra verulega hátt launaðir, allt að þriggja milljarða árslaun – eru að stunda sínar æfingar hluta ársins í kaldari aðstæðum en við bjóðum upp á hér í Kaplakrika. Ekki kvarta þeir og ekki eru forystumenn erlendu félaganna að hafa áhyggjur af aukinni meiðslahættu í kaldari húsum, eins og einn góður fyrrverandi bæjarstjóri hér á höfuðborgarsvæðinu sagði í útvarpsviðtali og var þá um leið að reyna að réttlæta bruðlið,“ segir Viðar og bætir að lokum við:

„Fótbolti er og verður allra veðra íþrótt. Höldum því þannig og hlustum á þá sem raunverulega þekkingu á reynslu hafa á þessum málum, í stað þess að lama framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði með margföldum óþarfa kostnaði í einn innanhúss knattspyrnuvöll.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -