2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Segir nýja póstnúmerið „ramma inn jákvæða þróun borgarinnar“

Nýtt póstnúmer, 102 Reykjavík, tók formlega gildi í gær, 1. október. Vatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem var sunnan Hringbrautar breyttist í póstnúmerið 102.

 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er himinlifandi með nýja póstnúmerið. „Skemmtilegt mál og rammar inn jákvæða þróun borgarinnar. Strax á öðrum degi er 102 stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í íbúðahúsnæði,“ skrifar Dagur á Twitter og vísar m.a. til nýs hverfis á Hlíðarenda og nýs hverfis í Skerjafirði sem gert er ráð fyrir.

Í júní sagði Dagur frá því að staðfest­ing þess efn­is að nýtt póst­núm­er, 102 Reykja­vík, yrði að veru­leika hefði verið lögð fyr­ir borg­ar­ráði. Þá varð ljóst að mörgum leist vel á nýja póstnúmerið á meðan aðrir voru minna sáttir.

„Hvers vegna er borgin að ráðskast með póstnúmer,“ var skrifað við færslu Dags. „Algerlega frábært,“ skrifaði annar. „Íbúar Skerjafarðar hafa mótmælt þessu og gert könnun i hverfinu þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa vill ekki 102,“ hafði annar um málið að segja.

AUGLÝSING


Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is