Sunnudagur 28. nóvember, 2021
1.8 C
Reykjavik

Segir nýja póstnúmerið „ramma inn jákvæða þróun borgarinnar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nýtt póstnúmer, 102 Reykjavík, tók formlega gildi í gær, 1. október. Vatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem var sunnan Hringbrautar breyttist í póstnúmerið 102.

 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er himinlifandi með nýja póstnúmerið. „Skemmtilegt mál og rammar inn jákvæða þróun borgarinnar. Strax á öðrum degi er 102 stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í íbúðahúsnæði,“ skrifar Dagur á Twitter og vísar m.a. til nýs hverfis á Hlíðarenda og nýs hverfis í Skerjafirði sem gert er ráð fyrir.

Í júní sagði Dagur frá því að staðfest­ing þess efn­is að nýtt póst­núm­er, 102 Reykja­vík, yrði að veru­leika hefði verið lögð fyr­ir borg­ar­ráði. Þá varð ljóst að mörgum leist vel á nýja póstnúmerið á meðan aðrir voru minna sáttir.

„Hvers vegna er borgin að ráðskast með póstnúmer,“ var skrifað við færslu Dags. „Algerlega frábært,“ skrifaði annar. „Íbúar Skerjafarðar hafa mótmælt þessu og gert könnun i hverfinu þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa vill ekki 102,“ hafði annar um málið að segja.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -