Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Segir Pírata hafa breyst:„Orðnir að enn einum Fjórflokknum þar sem persónulegir hagsmunir ráða för“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þór Saari er ekki ánægður með að meirihluti rýnihóps sem skipaður var af borgarráði skuli leggja til að Ljósleiðaranum ehf verði heimilt að auka hlutafé um allt að ellefu milljarða króna, með útboði til einkaaðila svo bregðast megi við aukinni samkeppni.

„Einka(vina)væðing mikilvægra samfélagsinnviða heldur áfram á ógnarhraða. Hér eru Píratar og Samfylking ásamt Framsóknarflokkum og Viðreisn að ganga fram með þetta mál með alveg nákvæmlega sama hætti og forverar þeirra gerðu með Símann, bankakerfið, félagslega húsnæðiskerfið, og svo mætti lengu telja.“

Bætir við:

„Þetta kemur ekki á óvart enda ræður nýfrjálshyggjuofstopinn enn ríkjum í höfði þess fólks, en það er samt virkileg leitt að sjá Pírata vera þáttakendur í þessu því stendur það skýrt í stefnu Pírata að þeir byggi ákvarðanir sínar og afstöðu á vönduðum athugunum og rökum. Þeir hafa greinilega ekki neina þekkingu á hagfræði og hagsögu og hafa ekki kynnt sér þá sviðnu jörð sem nýfrjálshyggjan hefur skilið eftir sig um allan heim.“

Þór bætir þessu við að endingu:

„Stólarnir eru þægilegir og Píratar eru bara orðnir að enn einum Fjórflokknum þar sem persónulegir hagsmunir, í þessu tilfelli borgarfulltrúa, ráða ferðinni. Iss! Skömm sé þeim.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -