Glúmur Baldvinsson er ekki sáttur við einn kennara sinn sem er tíður gestur í sjónvarpi allra landsmanna.
Segir:
„Minn gamli kennari í HÍ Ólafur Þ. Harðarson kemur mér illilega á óvart með lokaorðum í Silfrinu: Hann segir að um enga stjórnmálamenn íslenska hafi verið talað jafn illa um og Dag Eggertsson og Bjarna Ben. Bullshit.“
Bætir þessu við:
Um engan íslenskan stjórnmálamann hefur verið talað jafn illa um og Jón Baldvin Hannibalsson sem einkavinir Ólafs á RÚV hafa fyrir löngu slaufað.“
Glúmur beinir lokaorðum sínum beint til Ólafs Þ. Harðarsonar:
„Og einsog fáir ættu að vita betur en þú var það sá maður sem gerði eitthvað að viti á sínum ferli og þjóðinni mest gagn.“