Segir samfélagsmiðla ýta undir kvíða og einmannaleika

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Breski rithöfundurinn Matt Haig segir samfélagsmiðla ýta undir kvíða og einmannaleika.

Tækninýjungar og hraðinn sem einkennir nútímasamfélag virðist ýta undir að sífellt fleira fólk finnur fyrir einkennum þunglyndis og kvíða. Breski rithöfundurinn Matt Haig er einn þeirra sem hefur þjáðst af þunglyndi og kvíða en hann hefur nýtt sér reynslu sína til að skrifa bækur, meðal annars bókina Reasons to Stay Alive sem kom út árið 2015. Nú er komin út ný bók eftir hann sem ber heitið Notes in a Nervous Planet. Sú bók fjallar um kvíðann sem margt fólk finnur fyrir vegna samfélagsmiðla og þess stöðuga áreitis sem þeim fylgir.

„Fólk lifir öðruvísi lífi, hittir fólk á annan hátt, talar við vini sína á annan hátt en það gerði, fer minna út og svefnmynstur fólks er að breytast. Þetta er allt að breytast vegna tilkomu aukinnar tækni,“ segir Matt Haig í viðtali við Economist.

„En það er ekki tæknin sjálf sem er vandamálið. Vandamálið er það að við erum ekki meðvituð um hvernig hún er að breyta tilveru okkar og hafa áhrif á hugarfar okkar.“

Hann bendir þá á að niðurstöður nýrra rannsókna benda til þess að fólk á aldrinum 16 til 24 ára er sú kynslóð sem finnur fyrir hvað mestum einmanaleika, samt er þetta sú kynslóð sem er hvað virkust á samfélagsmiðlum. Hann segir þetta vera merki um að samfélagsmiðlar ýti undir einmanaleika hjá fólki.

Viðtalið við Haig má lesa í heild sinni á vef Economist ásamt broti út bókinni.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira