• Orðrómur

Segir símann slæman fyrir punginn: „Getum við ekki ráðið því hvað við erum með í vösunum?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sjónvarpsmaður Jón Ársæll á það sameiginlegt með viðmælendum sínu að fara sína eigin leiðir, hann bindir ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir, líkt og hann kæmist mögulega sjálfur að orði. Í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2 í dag upplýsti Jón Ársæll að hann notaði ekki farsíma. Sá hópur er ekki fjölmennur sem er eldri en tvítugur og á ekki síma.

Erfitt er að ná tali af honum en hann sleppur þó vel með því að nota farsíma fjölskyldumeðlima, án þess þó að borga þeim nokkuð fyrir það. „Einhvern veginn beit ég í mig að nota ekki farsíma, en þetta er náttúrulega dálítið skrýtið að einhverju tæki skuli vera þröngvað upp á hvern einstakling í nútímasamfélagi. Hvað er þetta? Getum við ekki ráðið því hvað við erum með í vösunum?“

Jón segir þessu fylgja frelsi en hann er líka efasemdarmaður um að símar séu svo skaðlausir. „Mér er sagt að þetta sé stórhættulegt, að vera alltaf annað hvort með þetta við punginn eða heilabörkinn.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -