2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Segir vanta upp á fínhreyfingar hjá læknanemum

Prófessor við læknadeild í Imperial College í London segir getu læknanema til að vinna í höndunum hafa farið hrakandi með árunum. „Nú snýst allt um að strjúka flatan skjá,“ segir hann.

Roger Kneebone, prófessor við Imperial College í London, segir ungt fólk verja svo miklum tíma fyrir framan tölvur og snjallsíma að það er farið að missa hæfileikann til að vinna í höndunum. Þetta kemur sér illa fyrir læknanema sem þurfa á fínhreyfingum að halda í læknastarfinu, t.d. til að skera upp og sauma sjúklinga.

„Þetta er aðkallandi mál,“ segir Kneebone í viðtali við BBC. Hann segir marga nemendur sína standa sig vel í bóklegum þáttum læknanámsins en illa í því verklega sökum þess að það vantar mikið upp á fínhreyfingar hjá yngri kynslóðum.

Hann segir sig og kollega sína hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Hér áður fyrr gerði maður ráð fyrir að nemendur hefðu lært þessa praktísku hluti í skóla; klippa út og búa til hluti í höndunum. En ekki lengur,“ segir Kneebone. „Nú snýst allt um að strjúka flatan skjá.“

Hann segir mikilvægt að nú bregðist skólakerfið við og sjái til þess að ungt fólk fái aukna menntun í verklegum greinum þar sem það lærir að nota hendurnar.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is