Þriðjudagur 21. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Segja konur áreittar og niðurlægðar á skipum Landhelgisgæslunnar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mannlíf hefur eftir áreiðanlegum heimildum úr nokkrum áttum, að innan sjódeildar Landhelgisgæslunnar hafi viðgengist einelti og kynferðisleg áreitni gagnvart kvenkyns starfsmönnum. Margar hafi hrökklast frá Gæslunni í gegnum tíðina eða verið sagt upp.

Einn viðmælandi Mannlífs lýsir ástandinu þannig að konur séu þar ítrekað áreittar kynferðislega og teknar af þeim laumumyndir á farsíma, við líkamsrækt um borð. Þeim myndum sé svo deilt á milli karlkyns skipverja. Annar viðmælandi vitnar um að kvæntir yfirmenn séu að fá lægra settar konur um borð upp í brú til sín, til að daðra og „klappa þeim“ og þær þori ekki öðru en láta það viðgangast, af hræðslu við að deila við skipherrann. Einnig tíðkist áfengisneysla skipverja um borð og að yfirmenn líti framhjá því.

Jónína Þórunn Hansen vann í tæpt ár hjá sjódeild Landhelgisgæslunnar og var tilbúin að koma fram undir nafni og segja frá því sem hún varð vitni að. Nefndi hún að hún hefði ítrekað komið að kvenkyns samstarfsfélaga sínum hágrátandi. „Vegna þess að henni fannst hún verið sniðgengin og útilokuð frá umhverfinu,“ sagði Jónína við blaðamann Mannlífs og bætti við „og ég reyndi bara að stappa í henni stálinu og sagði henni að láta ekki nokkurn mann sjá sig grenja svona.“

Þá sagði Jónína að umtalið um aðra konu sem þar starfaði hafi verið ljótt. „Hvernig þeir töluðu um lauslætið í henni og hún væri að sofa hjá og reyna að skríða upp í bælið hjá mönnum,“ sagði Jónína.

„Hún er ekki gift kona en manni kemur bara ekki við hvar hún hendir brókunum niður.“ Jónínu fannst það hvernig talað var um þessa konu vera svakalegt og niðrandi. „Konur hjá Gæslunni eru oft sniðgengnar, þær eiga ekkert að kunna og ekkert að geta,“ bætti hún við.

Sjálf sagðist Jónína aldrei hafa lent í neinu slæmu hjá sjódeild Landhelgisgæslunnar en hafi orðið vitni að þessum ofangreindu dæmum og bætti við að einn ungur maður hafi einnig lent í miklu einelti. „Af því að hann átti mömmu sem hafði unnið hjá gæslunni sem lögmaður, bara vegna þessa tengsla var komið öðruvísi fram við hann.“

- Auglýsing -

Hann hafi svo hrökklast úr starfi.

Þá segir enn einn heimildarmaður Mannlífs að hann geti staðfest „óðeðlilega hegðun innan sjódeildar Landhelgisgæslunnar.“ Þá segir hann ennfremur að það sé erfitt fyrir konur að vinna þarna. „Þær falla bara í skuggann og eiga erfitt með að komast að og hafa lítinn stuðning.“

 

- Auglýsing -

Lestu allt um málið og meira til í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs hér eða flettu blaðinu hér fyrir neðan: 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -