Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Sema Erla sakar Pétur Jóhann, Björn Braga og Egil um rasisma og kvenfyrirlitningu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, sakar Egil Einarsson, einkaþjálfara með meiru og grínistana Pétur Jóhann Sigfússon og Björn Braga Arnarsson um (menningarlegan) rasisma og kvenfyrirlitningu í nýjustu færslu sinni á Facebook.

Tilefnið er myndband sem Björn Bragi tók af Pétri Jóhanni á laugardag í fertugsafmælisveislu Egils. Heyrist í Birni Braga hlæja og undir lok myndbandins sést Egill hlæja að tilburðum Péturs Jóhanns. Aroni Pálmarssyni bregður síðan fyrir rétt undir lokin.

„Ég vil þakka Pétri Jóhanni, Birni Braga og Gillz fyrir þessa 12 sekúndna innsýn í heim fordóma, (menningarlegs) rasisma og kvenfyrirlitningar á Íslandi í dag,“ segir Sema Erla og segir hún þremenningana vera stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins sem trúir því virkilega að það séu engir fordómar eða rasismi á Íslandi.

„Og hann skilur bara ekkert í þessum látum öllum. Sjálfur er hann svo hrikalega flottur og frábær og algjörlega ómeðvitaður um sín forréttindi og sitt framlag til þess að viðhalda valdakerfi og kúgun feðraveldisins, rasismans og hvítra yfirburða að honum finnst þetta bara í lagi – þrátt fyrir umræðuna síðustu daga (þetta myndband er tekið upp um helgina)! Hann er svo blindur á sína forrétindastöðu að honum finnst þessi subbulegi rasismi meira að segja eiga heima á internetinu svo að sem flestir geti notið hans! Þvílík skömm að þessari ógeðslegu rasísku hegðun,“ segir Sema Erla.

Finnst óþægilegt að dreifa rasismanum áfram

- Auglýsing -

Hún segir að henni finnist óþægilegt að dreifa slíkum rasisma áfram, það sé þó nauðsynlegt vegna stöðu þremenningana, sem eins og flestir vita eru þjóðþekktir.

„Mér finnst óþægilegra að hugsa til þess að fólk sé ekki meðvitað um rasíska hegðun þessara einstaklinga og eru jafnvel að greiða þeim fyrir þjónustu eða greiða sig inn á „skemmtanir“ hjá þeim án þess að vera meðvitað um innræti þeirra og taka þar með þátt í að ýta undir það sem þeir augljóslega standa fyrir,“ segir Sema Erla.

Hún bætir við að rasismi sé aldrei ílagi, sama í hvaða formi hann birtist.

- Auglýsing -

„P.s. Ef þú hugsar með þér „það má ekkert lengur“ eða „þetta er bara grín“ þá ertu hluti af vandamálinu og þarft að fara í góða innri sjálfsskoðun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -