Miðvikudagur 11. september, 2024
9.1 C
Reykjavik

Sema Erla: „Það er nokkuð ljóst að einu lygararnir og óþokkarnir eru íslensk stjórnvöld!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sema Erla Ser­d­ar er stofn­andi Solar­is – hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi.

Hún seg­ir að hluti þeirra hæl­is­leit­enda sem voru flutt­ir af landi brott síðastliðinn fimmtu­dag með mikilli hörku og í skjóli nætur séu heim­il­is­laus­ir og án mat­ar; að þá gangi stúlk­urnar sem voru í námi við FÁ ekki í skóla í höfuðborg Grikklands, Aþenu.

Sema Erla reynir allt hvað hún getur til að halda sam­bandi við sem flesta þá sem reknir voru héðan, en það sé erfitt enda hafa marg­ir þeirra ekki tök á því að hlaða sím­ana sína:

Hussein Hussein er fatlaður maður frá Írak sem tekinn var með valdi úr hjólastól sínum og fluttur með hörku til Grikklands í skjóli nætur.

„Hussein hefur síðustu daga farið á milli spítala í Aþenu í leit að hjálp. Hann er mjög veikur og þarf að komast undir læknishendur. Hann kemur alls staðar að lokuðum dyrum. Enginn vill hjálpa honum. Honum er alls staðar vísað í burtu,“ ritar Sema Erla Serdar og bætir við:

„Honum er tjáð að spítalinn sé lokaður á meðan annað fólk gengur þar inn. Svo mikil er fyrirlitningin og fordómarnir í garð flóttafólks í Grikklandi að veikt fólk fær ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það er búið að svipta flóttafólk mennskunni. Það er búið að taka af þeim mannlega reisn.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Sema Erla segir að „þetta eru aðstæðurnar sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sér ekkert athugavert við að senda fatlað flóttafólk í; aðstæður þar sem ofbeldi, mismunun og niðurlæging tekur á móti flóttafólki, þar sem það nýtur engrar virðingar. Aðstæður sem ráðherrar segja uppfylla lagalegar skuldbingingar um vernd (bla) fyrir flóttafólk. Aðstæður sem þingfólk segir flóttafólk ljúga til um. Það er nokkuð ljóst að einu lygararnir og óþokkarnir eru íslensk stjórnvöld!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -