Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Thelma hefur fengið nóg af Póstinum: „Hvernig má þetta vera?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er ekkert nýtt að mikið sé deilt á þjónustu Póstsins um hina ýmsu þjónustuþætti hjá fyrirtækinu. Mannlíf rak augun í innlegg sem Thelma Rún C. Sigfúsdóttir, gullsmiður og eigandi fyrirtækisins Octagon setti inn á Facebook hópinn „Verslun á netinu“, þar sem hún kallaði eftir viðbrögðum fyrirtækjaeigenda sem nýta þjónustu Póstsins og hafa lent í því að órekjanlegar sendingar séu að hverfa í sendingarferlinu hjá stofnuninni.

Þetta hefur viðgengist innan Póstsins í mörg ár að því er virðist. Thelma Rún heldur úti vefsíðunni www.octagondesign.is og hefur gert í sex ár og þekkir því vel til málanna því vandamálið hefur verið viðvarandi allan þann tíma. Mannlíf hafði samband við Thelmu Rún og ræddi við hana um vandamálið sem sannarlega er stórt og algengt sé litið til viðbragða við innleggi hennar.

 

Thelma Rún gullsmiður og eigandi Octagon Mynd í einkaeigu

Hvað olli því að þú ákvaðst að setja innlegg á Verslun á netinu ?

„Þegar enn einn pakkinn hjá mér týndist ákvað ég að spyrja aðra verslunareigendur hvort þeir væru að lenda í því sama. Í gegnum þessi 6 ár sem ég hef rekið Octagon hefur þetta verið vandamál. Viðskiptavinir verða skiljanlega ósáttir og við endum á að þurfa að senda nýja vöru og bæta þeim tjónið.“

Hafa margar sendingar horfið frá þinni vefverslun ?

- Auglýsing -

„Já, í gegnum þessi 6 ár hafa þónokkrir pakkar „horfið“ í meðferð Póstsins.“

Hver eru svör Póstsins ?

„Svörin sem ég fæ eru þau að ekki sé ekki hægt að rekja órekjanlegan pakka sem er skiljanlegt. Einnig segir Pósturinn að það sé ekkert hægt að gera og að ég eigi bara að sætta mig við þetta. En þrátt fyrir það er skrítið að pakkanum sé ekki skilað aftur til mín á endanum þar sem heimilisfangið mitt er á öllum sendingunum. Hvernig má þetta vera, að ég kaupi þjónustu þeirra og fái hana ekki og þeir týna pakkanum? Eru þetta venjulegir viðskiptahættir? Nei.“

- Auglýsing -

 Hefur þú íhugað að skipta um þjónustuaðila ?

„Já, ég er að skoða það núna.“

 Veistu til þess að margir séu að lenda í sömu stöðu og þitt fyrirtæki?

„Já, miðað við viðbrögðin við spurningu minni er þetta allt of algengt. Ég á mikið af vinum sem reka vefverslanir og við höfum rætt þetta í mörg ár. Miðað við hvað þetta er algengt vandamál, hvers vegna er ekki búið að framkvæma rannsókn innan fyrirtækisins og komast til botns í þessu? Mín spurning er, hvað er í gangi? Hvernig eru þessar sendingar að týnast og hvert fara þær? Ef brot af þessum málum eiga sér stað, hleypur þetta tjón á milljónum ef ekki tugum milljóna. Nú hugsa kannski margir að við eigum bara að hætta að senda með órekjanlegum pósti. Já, það er ein lausn. Málið er þá kostnaður við póstsendingar á Íslandi. Ég t.d hef boðið upp á fría sendingu með órekjanlegum pósti og einnig rekjanlegan gegn gjaldi. Þannig kemst ég hjá því að leggja sendingarkostnaðinn ofan á vöruna og bjóða uppá „fría sendingu“ þar sem viðskiptavinir enda á að borga hann samt. Þannig skilar það sér í lægra verði til minna viðskiptavina, einkum þeirra sem velja að sækja og þurfa þá ekki að borga fyrir falinn sendingarkostnað. Eitt fyrirtæki sem skrifaði undir færsluna sendir út mikið af órekjanlegum pökkum vegna verðlagsins en gerir ráð fyrir að 20% skili sér ekki. Það er ekki góðs viti þegar fyrirtæki eru farin að gera ráð fyrir því. Það þarf að finna lausn á þessu vandamáli.“

  Hefur þú trú á að Pósturinn geri eitthvað í þessu ?

„Veistu já, ég hef fulla trú á að Pósturinn geri stóra rannsókn innan fyrirtækisins og komist til botns í þessu. Þetta er of stórt vandamál til þess að horfa framhjá því og segja okkur að sætta okkur bara við þetta.“

Octagon

Eins og áður sagði er Thelma Rún gullsmiður en hún útskrifaðist 2013 og hefur því starfað við fagið til margra ára. Hún hannar ákaflega fallega, tímalausa skartgripi  fyrir öll alla, unga sem aldna. Thelma segir að gripirnir sínir séu tilvaldir til gjafa eða bara til þess að splæsa á sig og líða vel.  Hægt er að skoða verk Thelmu Rúnar á Facebook, Instagram og auðvitað vefsíðu Octagon.

Þetta fallega men hefur verið vinsælast hjá Octagon
Hversu fallegt

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -