Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Séra Gunnar var sýknaður- Meint kynferðisleg áreitni sögð saklaus snertiþörf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 2008 kærðu tvær ungar konur séra Gunnar Björnsson, þá sóknarprest í Selfosskirkju, fyrir kynferðislega áreitni þegar þær voru börn.

En séra Gunnar átti sér mun lengri sögu varðandi ásakanir um kynferðislega áreitni því fleiri konur gáfu yfirlýsingar um meinta áreitni hans þegar þær voru á aldrinum níu til sextán ára gamlar. Meint brot áttu sér stað á Selfossi, Ísafirði og Flateyri.

Konurnar sögðu mikla þöggun hafa ríkt í þessum litlu samfélögum þar sem presturinn var vinsæll og sífellt afsakaður með því að hafa „mikla snertiþörf“ sem þótti hreint ekki neikvætt.

Faðmlag eyddi illum straumum

Sem dæmi má nefna var séra Gunnar sakaður um að hafa strokið einni stúlkunni utanklæða, upp og niður mjóbakið, á skrifstofu sinni, og sagt við hana að honum liði illa og ef hann faðmaði hana þá myndu illir straumar hverfa úr líkama hans. Önnur stúlka sagði hann hafa kysst hana á kinnina og reynt að kyssa hana á munninn. Einnig hafi hann sagst vera skotinn í henni og að hún væri falleg.

Snertingar við brjóst, háls, læri og rass

- Auglýsing -

„Hann strauk varirnar, náði samt ekkert að kyssa mig alveg af því að ég færði mig frá, svo kyssti hann mig nokkrum sinnum á hina kinnina“ sagði ein stúlkan. Sagði hún séra Gunnar hafa sýnt henni mikla athygli, boðið henni í bíltúra, kvatt hana lengi og faðmað. Þessu hafi síðan fylgt snertingar við brjóst, háls, læri og rass.

Neitaði fyrir dómi

Bæði þessi brot voru kærð. Séra Gunnar kvaðst fyrir dómi að hafa kysst og faðmað en taldi það ekki vera kynferðislegt. Hann neitaði hins vegar að hafa sagt annarri stúlkunni að hann væri skotinn í henni

- Auglýsing -

Séra Gunnar var sýknaður í þessum tilfellum jafnvel þó að dómarar teldu sannað að hann hefði strokið, kysst og faðmað telpurnar. Þetta eina skipti sem séra Gunnar þurfti að mæta fyrir dóm til að svara fyrir meintar gjörðir sínar gagnvart börnum endaði með því að hann var sýknaður í Hæstarétti árið 2009.

Allt bara misskilningur

„Mér sýnist á öllu að hér sé um misskilning að ræða“ sagði séra Gunnar við DV þann 5. maí árið 2008 þegar hann var inntur eftir svörum um mál stúlknanna gegn honum. „Það hefur lengi verið minn stíll að faðma fólk að mér og það getur meira að segja hent að ég smelli kossi á kinn“.

Séra Gunnar er menntaður tónlistarmaður og kenndi nokkrum af stúlkunum á hljóðfæri. Mikið af meintri áreitni  fór fram í tónlistartímum.  Þær héldu því fram að hann hefði kysst þær, snert þær á óþægilegan hátt, sagst vilja eiga þær og mættu þær búa á háaloftinu á heimili hans. Hann hafi einnig hrósað þeim fyrir einstaka tónlistarhæfileika sem þær hafi uppgötvað seinna að hafi verið það sem á ensku er kallað „grooming“.

Þrátt fyrir þessar ásakanir hélt séra Gunnar áfram að sinna prestsstörfum, jarðaði, skírði og gaf saman fólk.

Leið alveg ljómandi vel

Aðspurður hvernig honum líði með slíkar ásakanir sóknarbarna og nemenda og hvort hann þyrfti eitthvað að endurskoða hegðun sína sagði Gunnar ekki þörf á því. „Mér líður bara alveg ljómandi vel. Mér gæti bara ekki liðið betur.“

Séra Gunnar sagði um fáránlegt mál að ræða sem enginn fótur væri fyrir enda hefði það komið fram í dómi bæði í héraðsdómi og Hæstarétti að hann hefði ekki komið óviðurkvæmilega fram við kvenfólk.

Deilur magnast

Deilur urðu í samfélaginu um séra Gunnar þar sem hann bæði naut mikils stuðnings en einnig voru einstaklingar, jafnt innan kirkjunnar og hins almenna samfélags alfarið á móti þvi að hann héldi áfram störfum.

Gunnar náði loks samkomulagi við biskup um að hann mundi ekki snúa aftur til Selfoss, heldur starfa sem sérþjónustuprestur á Biskupsstofu til 2012. Þá yrði hann verkefnaráðinn til 70 ára aldurs árið 2014.

Alvarlegast er guðleysi þjóðarinnar

Undanfarin ár hefur lítið farið fyrir Gunnari en hann hefur meðal annars fengist við greinaskrif í Morgunblaðið. Fyrir ekki svo löngu skrifaði hann að erfið æska einkenndi þá sem væru trúlausir og sagði alvarlegasta vanda þjóðarinnar vera guðleysi.

Hrönn Reynisdóttir, ein af meintum fórnarlömbum Gunnars,  opnaði á sínum tíma styrktarsíðu fyrir stúlkurnar á Netinu, en tímarnir voru aðrir. „Það var ekki allt orðið jafn tæknivætt,“ segir Hrönn. „Núna myndi maður líklega stofna Facebook-síðu. Það voru margir sem skrifuðu mér og hringdu í mig, en það vildi enginn gera neitt meira. Fyrir tíu árum voru allir hræddir við þetta. Það er ekki fyrr en síðustu árin sem þetta kom almennilega upp á yfirborðið. Og loksins, sem betur fer“.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -