• Orðrómur

Séra Önundi er ofboðið: Dóttirin handjárnuð og dregin fyrir dóm

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Hér er verið að misbeita valdi þess sterka gegn hinum veika. Þannig samfélag vil ég ekki sjá. Og ég er viss um að stór meirihluti Íslendinga er mér sammála,” segir séra Önundur S. Björnsson á Facebook en 27 ára gömul dóttir hans er ákærð fyrir að hafa valdið lögreglumanni líkamstjóni. Elínborg Harpa, dóttir Önundar var handtekin við friðsamleg mótmæli á Austurvelli þegar stuðningsfólk flóttafólks mótmælti. Hún er sótt til saka fyrir meint brot gegn valdstjórninni.

Dregin og handjárnuð

„Kæruefnið: „eymsli í sköflungi“. Að vísu mundi lögreglumaðurinn ekki í vitnahaldi á hvorum fætinum hann hafði haft eymsli, enda ekki skrýtið, þar sem hann missti ekki dag úr vinnu, að eigin sögn. Þetta gerðist við friðsamleg mótmæli framan við Dómkirkjuna, hús friðar og sátta, þar sem dóttur minni var kippt út úr hópi mótmælenda og dregin liggjandi, til skiptis á höndum og fótum, þar sem síðan þrír lögreglumenn lögðust af samanlögðum þunga yfir hana og færðu í handjárn.”

- Auglýsing -

Önundur segir í grein sinni að hann sé friðarins maður og annt um lýðræði. Dóttir hans brenni fyrir réttlæti og mannréttindum, þar á meðal hælisleitenda, og sé virk í sinni viðleitni.

„Það kann vel að vera að lögreglumenn hafi lítið þol gagnvart slíkum einstaklingum, enda hafa þeir í ýmis horn að líta, þar sem alvarlegir glæpir í samfélagi okkar hafa því miður farið vaxandi. Nú síðast ofbeldismaður sem ógnað hefur blásaklausri fjölskyldu og engum böndum verður á komið, að best verður séð”.

Önundur segir handtökuna hafa verið ástæðulausa en málsóknin í ofanálag, þar sem krafist sé refsingar, sé enn verri. Myndskeið séu til sem sanni að um friðsamleg mótmæli var að ræða. Gríðarlegur kostnaður fylgi málinu, ekki bara hjá dóttur hans heldur öllum þeim embættum sem að málinu koma svo og samfélaginu.

- Auglýsing -

„Er þetta það réttlæti sem valdstjórnin, svokölluð, telur í forgangi til að tryggja öryggi borgara þessa lands?” spyr Önundur.

Málssókn vegna skoðana

„En nú bregður svo við, að afleiðingar friðsamlegra mótmæla og háttvísra, eru skyndilega þess eðlis, að gerðar eru harðar kröfur á fólk og því stefnt fyrir dómstóla og krafist peninga og jafnvel fangelsunar, vegna skoðana fólks og vilja til þess að réttlætið nái fram að ganga gagnvart okkar minnstu bræðrum og systrum; hælisleitendum og fólks á flótta.”

- Auglýsing -

Önundur spyr hvert réttafar okkar sé komið. Hann hafi samúð með lögreglumönnum þessa lands og þekki þá langflesta að góðu einu en þeir séu ekki friðhelgir og taki rangar ákvarðanir eins og annað fólk.

„Valdstjórn er vont orð og vægðarlaust! Þingmenn: komið því út úr okkar bókum.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -