Föstudagur 7. október, 2022
3.8 C
Reykjavik

Séra Skírnir krefst tíu milljóna í bætur frá Agnesi og Þjóðkirkjunni

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Séra Skírnir Garðarsson, fyrrverandi héraðsprestur á Suðurlandi, hefur höfðað mál gegn Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands, og Þjóðkirkjunni sem hún stýrir. Presturinn telur þau bera sameiginlega ábyrgð á þeim skaða sem hann hefur orðið fyrir vegna færslu í embætti árið 2015, í kjölfar þess að hann kvartaði undan því að hafa verið beittur einelti og svo ólögmætum brottrekstri fyrr á þessu ári. Hann fer fram á nærri tíu milljónir í miska- og skaðabætur.

Málið var þingfest fyrir héraðsdómi í síðustu viku. Skírnir fer fram á háar bætur frá kirkjunni, annars vegar miskabætur vegna æruskaða og meingerðar á persónu hans upp á 4.5 milljónir króna og hins vegar skaðabætur vegna þess tjóns sem presturinn telur sig hafa orðið fyrir upp á 5.3 milljónir.

Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Skírnis, staðfestir að mál hafi verið höfðað gegn Agnesi og Þjóðkirkjunni. Hann segir stefnuna byggja á því að framganga Þjóðkirkjunnar og biskups í garð séra Skírnis hafi að öllu leyti verið ólögmæt. „Því miður virðist sem svo gott sem öll þau lög og allar þær reglur sem Þjóðkirkjunni og biskup hafi borið að fylgja við meðferð mála séra Skírnis hafi verið brotin. Þetta mál er höfðað gegn Þjóðkirkjunni og biskupi persónulega þar sem þau bera sameiginlega ábyrgð á því tjóni sem Skírnir telur sig hafa orðið fyrir. Annars vegar hefur hann orðið fyrir tekjumissi vegna þessara aðgerða allra. Hins vegar telur hann að framganga biskups og kirkjunna gagnvart honum hafi verið með þeim hætti að hann eigi rétt til miskabóta úr þeirra hendi,“ segir Sigurður Kári.

Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður.

Nú gefst Agnesi tækifæri til að skila inn greinargerð sinni til réttarins og það mun Þjóðkirkjan einnig þurfa að gera. Reiknað er með því að frestur til þess verði fram í miðjan janúar.

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur áður sagt það sjálfsagt að séra Skírnir leiti réttar síns enda sé það mikilvægur réttur hvers manns. Reyndar var það samskiptastjóri kirkjunnar, Pétur Georg Markan, sem sagði það fyrir hönd biskups í svörum til Mannlífs. Áður hafði Agnes hafnað kröfum Skírnis um að biskupinn dragi yfirlýsingar sínar til baka hvað varðar þjónustulok prestsins og að honum verði heimilað að snúa aftur í embætti sitt fyrir kirkjuna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -