Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Séra Skírnir um Agnesi: „Hef ég í ræðu og riti bent á að hún sé nú ekki rétt kjörin biskup lengur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Séra Skírnir Garðarsson telur að Agnes M. Sigurðardóttir sé umboðslaus í starfi sínu sem biskup.

Segir:

„Agnes biskup virðist sitja umboðslaus á biskupsstóli; virðist ætla að sitja áfram eins lengi og henni sýnist sjálfri,“ segir séra Skírnir og bætir við:

Hneykslismál og deilur hafa einkennt síðustu árin hjá Þjóðkirkjunni. Myndin er samsett.

„Frá júní 2022 er hún hins vegar búin að vera umboðslaus; skipunartíminn er runninn út; hef ég í ræðu og riti bent á að hún sé nú ekki rétt kjörin biskup lengur. Af þessu leiðir að allt sem hún segir og gerir í nafni biskups er markleysa ein. Umboð hennar til að vera biskup rann í raun út árið 2017, en var framlengt sjálfkrafa, í óþökk margra presta.“

Heldur áfram:

„Frá árinu 2022 er Agnes hins vegar augljóslega umboðslaus og ætti ekki að vera á launaskrá.

- Auglýsing -
Pétur Markan og Agnes biskup hafa enn ekki séð ástæðu til að svara fyrirspurnum Mannlífs um málefni Þjóðkirkjunnar.

Þjóðkirkjan hefur um allangt skeið verið á villigötum hvað varðar stjórnsýslu og fjármálastjórn. Hentistefnuákvarðanir og lögleysa hefur viðgengist. Þarna er séra Kristján Björnsson vígslubiskup líka flæktur í, hann hefur fyrir hönd Agnesar tekið þátt í allskonar rugli, varðandi prestana séra Kristinn Jens Sigurþórsson, séra Ólaf Jóhannsson og fleiri.“

Séra Kristján Björnsson vígslubiskup Skálholti. Mynd Páll M. Skúlason. 

Skírnir segir að það megi „segja séra Kristjáni til málsbóta að hann var að reyna að framfylgja geðþóttaákvörðunum Agnesar; það breytir þó ekki því að séra Kristján er staðinn að fölskum og misvísandi framburði fyrir héraðsdómi, fyrir að hafa framfylgt ólögmætum ákvörðunum um niðurlagningu embætta og fleira.

Séra Kristján ætti ekki að verða aðalbiskup, ef Agnes myndi stíga til hliðar.“

- Auglýsing -

Séra Skírnir telur að rannsaka þurfi „embættisferil séra Kristjáns áður, ef til þessa kæmi.“

Segir að endingu:

Séra Gísli Gunnarsson vígslubiskup.

„Eina markvissa leiðin til lausnar er að séra Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegni embætti biskups þar til kosið hefur verið til embættanna að nýju, eða þeim fækkað.

Agnes – og líka séra Kristján, ættu að stíga til hliðar nú, til að skapa ró í kirkjunni og meðal þjóðarinnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -