• Orðrómur

Sérfræðingar segjast neyðast til að loka Domus Medica

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Lækna- og skurðstofur Domus Medica verða lagðar niður í lok árs. Þar með loka um 70 sérfræðistofur ásamt því sem blóðrannsókn hættir sennilega um sama tíma. Húsið verður að sögn Jóns Gauta Jónssonar, framkvæmdarstjóra Domus Medica hf. væntanlega selt.

Í viðtali við Morgunblaðið segir Jón Gauti að tími sé kominn á gagngerar endurbætur á skurðstofum Domus en erfitt sé að koma höndum yfir þann vanda þar sem sjálfstætt starfandi sérfræðingum sé þröngur stakkur búinn. Þá segir framkvæmdarstjórinn jafnframt „íslenskt ráðherraræði“ hafa farið illa með lýðræðið, að ríkisvæðingastefna íslensku ríkisstjórnarinnar undanfarin fjögur ár í heilbrigðismálum byggi að hans mati ekki á þörfum sjúklinga. „Menn treysta sér ekki til að halda áfram í því ástandi sem hefur ríkt í stjórnun heilbrigðisþjónustunnar nokkuð lengi.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -