Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Sesselja fékk harmafregn: Sonur hennar hafði verið látinn í viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við vorum búnar að bíða lengi, örugglega í tvo tíma, þegar okkur var vísað upp á næstu hæð en þá var búið að finna starfsmann sem talaði ensku almennilega. Það hefur án efa eitthvað ferli verið sett í gang þegar við mættum án þess að vita að Helgi væri látinn og þess vegna höfum við verið látnar bíða svona lengi,“ segir Sesselja Anna Ólafsdóttir um þá hrikalegu lífsreynslu að missa son sinn, Helga Má Kristjánsson, aðeins rúmlega þrítugan að aldri. Sesselja vissi ekki annað en að sonur hennar væri á sjúkrahúsi þegar hún kom að heimsækja hann. Þá kom reiðarslagið.

„Okkur var þá tilkynnt að Helgi hefði tekið líf sitt á deildinni viku áður. Læknar sögðu að Helgi hefði fengið neitun um styrk en starfsmenn sjúkrahússins höfðu reynt að aðstoða hann við að fá styrk. Okkur var sagt að hann hefði orðið mjög leiður yfir því; það hefur mögulega fyllt mælinn. Hann hefur sennilega gefist upp þegar hann fékk neitun um styrk. Eða vegna verkjanna. Maður veit ekki hvað það var.“

Sesselja segir að sjúkrahúsið hafi tilkynnt íslenskum yfirvöldum um andlátið fljótlega eftir að Helgi lést en að lögreglumaður á Íslandi sem tók við tölvupóstinum hafi gleymt að láta þau vita þannig að fjölskyldan fékk ekki fréttirnar. Þess má þó geta að lögreglan hafði samband vegna andlátsins um viku síðar – sama dag og eftir að Sesselja og dóttir hennar voru á sjúkrahúsinu til að reyna að hitta Helga og höfðu talað þar við starfsmenn. Þegar til Íslands kom fóru Sesselja og dóttir hennar á lögreglustöðina þar sem þær voru beðnar afsökunar og segir hún að ferlinu vegna svona tilkynninga hafi verið breytt í kjölfarið.

Sesselja er í Helgarviðtali Mannlífs. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -