Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Setur fyrirvara við auknar valdheimildir lögreglunnar: „Sá sem lifir án frelsis er lifandi dauður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson er ansi harðorður um hryðjuverkamálið og varar við aukinni valdheimild til löggæsluembætta í nýjustu Facebook-færslu sinni. Segir hann lögregluna áður hafa verið misnotaða og blekkta í „pólitískri aðför“.

Kristinn Hrafnsson. Mynd / EPA

„Vegna stóra hryðjuverkamálsins er rétt að rifja upp gamla hryðjuverkaógn sem reyndist fullkominn tilbúningur, því sömu aðilar koma að hluta við sögu. Vopnabúrið stóra sem lagt var hald á dögunum og enginn fær enn að vita hvort tengist beint eða óbeint föður Ríkislögreglustjórans, fannst í húsnæði í umsjá lögmanns, hvers þekktasta lögmannsverk síðustu misseri var að vera Sigurði Þórðarsyni (a.k.a hakkara) til ráðgjafar í ferð til USA þar sem skjólstæðingur hans gékk frá vitnisburði og friðhelgissamkomulagi við þarlent dómsmálaráðuneyti og Alríkislögregluna FBI. Þetta var hluti af pólitískri aðför að Julian Assange.

Sigurður þessi slátraði eigin vitnisburði að vísu síðar í blaðaviðtölum við Stundina sem vakti heimsathygli. Þessi Sigurður var notaður í aðgerð árið 2011 þegar sömu bandarísku aðilar reyndu að blekka Ríkislögreglustjórann og Ríkissaksóknara til tálbeituaðgerðar gegn Julian Assange á grundvelli hættu á hryðjuverkaársás á íslenska tölvuinnviði. Sú hryðjuverkaógn var yfirvarp og reyndist upploginn tilbúningur. Hvorki þáverandi Ríkislögreglustjóri (forveri dóttur vopnasalans) né Ríkissaksóknari virtust átta sig á þessum hráskinnaleik en það gerði hins vegar þáverandi löggæslumálaráðherra, Ögmundur Jónasson og batt enda á bullið.

Vert er að setja stóra fyrirvara við auknar valdheimildir til löggæsluembætta sem hafa svo lélega greiningardeildir innanborðs að þau átta sig ekki á því þegar verið er að misnota þau og blekkja í pólitískri aðför. Nema ef vera kynni að menn tóku þátt í misbeitingunni vitandi vits. Það er skelfileg tilhugsun. Það er einnig varasamt að veita lögreglunni aukin völd til réttindaskerðingar þegar ljóst er að þau eru nú undir pólitískri yfirstjórn sem heldur uppi vörnum fyrir misbeitingu valds lögreglu og saksóknara vegna þjónkunar við eitt stærsta fyrirtæki landsins.

Ég hef áður bent á farasakenndan blæ á stóra hryðjuverkamálinu og þessi viðbót í sögulínuna styrkir það frekar en hitt. Það er einnig vert að athuga að hægt er að nota hryðjuverkaógn sem hreðjatak á almenning og stórskerða réttindsi hans.
Það óttast ég meir en margt annað.
Sá sem lifir án frelsis er lifandi dauður.
Sú stefna sem nú er rekin af yfirvöldum að magna upp ótta hjá almenningi gengur þvert á skyldur ríkisvaldsins. Því ber að tryggja almenn lífsgæði og öryggi. Óttinn er ein versta lífsgæðaskerðing sem hægt er að hugsa sér og skammarlegt að magna hann upp af aðilum sem eiga að hafa það hlutverk að slá á hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -